Fjöln­ir í undanúr­slit eft­ir óvænt­an sig­ur

Mynd: Gunnar

Fjöln­ir tryggði sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Geys­is­bik­ars karla í körfu­bolta með óvænt­um 106:100-sigri á Kefla­vík á heima­velli. Kefla­vík er í öðru sæti Dom­in­os-deild­ar­inn­ar með 22 stig en Fjöln­ir í neðsta sæti með aðeins tvö stig. 

Fjöln­is­menn voru yfir stærst­an hluta leiks og var staðan í hálfleik 50:43. Fjöln­is­menn náðu mest 15 stiga for­skoti en staðan fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann var 75:73, Fjölni í vil. Tókst Kefla­vík aldrei að jafna í loka­leik­hlut­an­um. 

Sr­d­an Stojanovic átti stór­leik fyr­ir Fjölni og skoraði 35 stig og Vikt­or Moses bætti við 23 stig­um. Dom­inykas Milka skoraði 28 fyr­ir Kefla­vík og Hörður Axel Vil­hjálms­son gerði 22 stig. 

Ríkj­andi meist­ar­ar Stjörn­unn­ar eru einnig komn­ir í undanúr­slit eft­ir 78:65-sig­ur á Val á heima­velli. Vals­menn byrjuðu bet­ur og voru með 15:11-for­skot eft­ir fyrsta leik­hlut­ann.

Staðan í hálfleik var 35:34 Stjörn­unni í vil og voru meist­ar­arn­ir sterk­ari í seinni hálfleik. Ni­kolas Tomsick skoraði 21 stig fyr­ir Stjörn­una, eins og Phil­ip Alawoya fyr­ir Val. 

Sjá viðtal við Fal þjálfara…

Hægt að skoða tölfræði frá leiknum hérna……


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.