Rey Cup – Alþjóðlega knattspyrnuhátíðin verður haldin í Laugardalnum frá 26. til 30. júlí 2017.
Stjórn Rey Cup þakkar þeim liðum sem hafa skráð sig og við hlökkum til að sjá ykkur öll í lok júlí.
94 lið
9 erlend lið
1500 keppendur
282 leikir
Á Rey Cup hafa margir af okkar bestu knattspyrnumönnum og konum spilað í fyrsta sinn gegn erlendum andstæðingum. Aldursbil þátttakenda á Rey Cup er 13-16 ára og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins, fyrir þennan aldur, þar sem um eða yfir 1.500 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags.
Í gegnum árin hafa yfir 50 erlend lið frá ýmsum löndum tekið þátt sem gefur mótinu enn meira vægi fyrir íslensku liðin.
Á Rey Cup 2017 eru 9 erlend lið skráð til leiks. Auk liða víðsvegar úr Evrópu verður lið frá Síle, Suður-Ameríku í fyrsta skipti með.