Fjöln­ir Reykja­vík­ur­meist­ari í fyrsta sinn

Fjöln­ir varð í kvöld Reykja­vík­ur­meist­ari karla í fót­bolta í fyrsta skipti eft­ir 3:2-sig­ur á Fylki í úr­slita­leik í Eg­ils­höll­inni. Þórir Guðjóns­son skoraði öll mörk Fjöln­is, það síðasta var sig­ur­markið á 80. mín­útu.

Þórir skoraði fyrsta markið sitt á 10. mín­útu og kom með því Fjölni í 1:0. Fylk­ir gafst ekki upp því Al­bert Brynj­ar Inga­son jafnaði á 41. mín­útu. Fram­herj­inn var svo aft­ur á ferðinni á 52. mín­útu og kom Fylki í 2:1.

Þórir jafnaði hins veg­ar á 69. mín­útu og eins og áður seg­ir, skoraði sig­ur­markið á 80. mín­útu. Ásgeir Börk­ur Ásgeirs­son fékk beint rautt spjald und­ir lok­in fyr­ir ljótt brot.

Myndir frá leiknum má sjá hérna….

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.