Bókmenntakynningarnar hefjast kl. 13:30 næstu fimmtudaga :
- Fimmtudaginn nóv, mun Lúkas Kárason bridgemeistari, rithöfundur, tréskurðameistari, Korpúlfaskáld með meiru kynna nýútkomna bók sína Fjársjóðsleit á Ströndum og vera með upplestur.
- Fimmtudaginn nóv. mun Sigurbjörg Þrastardóttir Grafarvogsskáld með meiru kynna ljóðabækur sínar og bjóða upp á ljóðalestur og umræður um ljóð.
- Fimmtudaginn nóv. mun Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynna nýja bók sína Jólin hans Hallgríms sem er byggð á ævisögu Hallgríms Péturssonar og vera með upplestur upp úr bókinni.
- Fimmtudaginn desember mun Hjörtur Marteinsson Grafarvogsskáld með meiru koma í heimsókn hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í október s.l. fyrir ljóðahandritið „Alzheimer tilbrigðin“.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR.
Menningahópurinn hvetur einnig félagsmenn til að kynna sér óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson í Hörpu, aukasýningar verða kl. 20:00 27. desember og 28. desember 2014. Ekki er hægt að taka frá miða, en nú þegar hafa margir Korpúlfar keypt sér miða. Þeir eru seldir á midi.is og mismunandi verð eftir sætaskipan.
Menningarnefnd Korpúlfa.