Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni

Það er okkur Fjölnismönnum mikið ánægjuefni að tilkynna að Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni í Grafarvogi til ársins 2021. Ása þarf vart að kynna fyrir neinum í Grafarvogi en hann stýrði liðinu í 7 ár eða frá 2005-2011.

Þetta eru einhverjir mestu uppgangstímar í sögu Fjölnis sem innihéldu m.a. tvo bikarúrslitaleiki og að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn. Við bjóðum Ása hjartanlega velkominn aftur í Grafavoginn.

Þá verður Gunnar Már Guðmundsson aðstoðarþjálfari og Gunnar Sigurðsson markmannsþjálfari en báðir skrifuðu þeir undir í dag.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Fjölni.

#FélagiðOkkar

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.