Andri Freyr Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur er RIG meistari í keilu árið 2021

Andri Freyr sigraði Hafþór Harðarson úr ÍR í úrslitum. Forkeppnin í keilunni hófst í gær þar sem en í dag réðst það hvaða fjórir keilarar kepptu til úrslita í kvöld. Það voru þeir Andri, Hafþór, Adam Pawel Blaszczak úr ÍR og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR. Í úrslitunum féll svo einn úr í hverjum leik þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Andri Freyr og Hafþór sem léku til úrslita. Leikurinn var jafn en þreyta var farin að segja til sín í lokaleiknum. Andri Freyr vann að lokum en hann hefur ekki unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn í keilu áður.Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.