Fjölnismenn í knattspyrnunni er þegar farnir að huga að næsta tímabili í Pepsídeildinni. Nú hefur verið gengið frá framlengingu samnings við Ágúst Gylfason um að hann þjálfi liðið áfram en þetta kemur fram á mbl.is í dag.
Þetta eru gleðifréttir því Ágúst hefur náð mjög góðum árangri með liðið sem endaði í sjötta sæti deildarinnar á nýhafstöðnu móti. Ólafur Páll Snorrason verður áfram aðstoðarþjálfari auk þess að leika með liðinu og Gunnar Sigurðsson verður markvarðarþjálfari.
Fjölnismenn misstu á dögunum einn sinn besta leikmann þegar Bergsveinn Ólafsson gekk í raðir Íslandsmeistara FH.