• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Örfá atkvæði geta skipt máli

13 nóv 2019
Baldvin
0
Betri hverfi, Grafarvogur., Hugmyndir, Hverfið mitt
  • Kosningu á www.hverfidmitt.is lýkur annað kvöld
  • Líklegt að Reykvíkingar slái nýtt met í kosningaþátttöku
  • Örfá atkvæði hafa oft skilið á milli verkefna sem koma til framkvæmda
  • Allir Reykvíkingar 15 ára og eldri geta kosið
  • Stjörnumerkt atkvæði fær tvöfalt vægi
  • Íbúar hvattir til að kjósa það sem þeim finnst raunverulega skipta máli

„Oft eru ekki nema örfá atkvæði sem ráða úrslitum,“ segir Guðbjörg Lára Másdóttir, verkefnisstjóri fyrir Hverfið mitt, en kosningar um verkefni til framkvæmda á næsta ári standa nú yfir á www.hverfidmitt.is. 

Allir Reykvíkingar sem verða 15 ára á þessu ári og eldri geta kosið. Kosningaaldur var lækkaður í fyrra og gerir Guðbjörg ráð fyrir mun meiri þátttöku þess hóps nú í ár. „Unga fólkið er með rafrænu skilríkin sín á hreinu,“ segir hún.

Kosningu lýkur á morgun um miðnætti og telur Guðbjörg mjög líklegt að Reykvíkingar slái fyrra met í kosningaþátttöku, en í fyrra kusu 12,3% sem þá var töluverð auking frá árinu á undan þegar 10,9% tóku þátt.  Til að slá fyrra met þurfa 13.300 íbúar að kjósa. Efst á kosningasíðunni kemur fram hve margir hafa kosið og má búast við að sjá þá tölu hækka hratt því alltaf hefur verið mikil þátttaka síðasta sólarhringinn.

Í kosningunum núna eru 108.134 Reykvíkingar á kjörskrá.  Allir 15 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík geta kosið. Guðbjörg bendir á að ekki þurfi að vera með ríkisborgararétt til að kjósa.

Guðbjörg hvetur alla til að kjósa og stjörnumerkja uppáhalds hugmyndina, því þannig fái hún tvöfalt vægi í talningu. Hún áréttar einnig að ekki þurfi að kjósa fyrir alla fjárhæðina sem birtist á vefnum. „Kjóstu einungis það sem þú raunverulega vilt sjá verða að veruleika í þínu hverfi,“ segir hún. Verkefnin sem kosin verða núna koma til framkvæmda á næsta ári.


Email, RSS Follow

BUGL styrktartónleikar í Grafarvogskirkju

09 nóv 2019
Baldvin
0
Bugl tónleikar, Grafarvogskirkja

Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir árlegum styrktartónleikum fyrir BUGL og Líknarsjóð Fjörgynjar í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.00

MEÐAL ÞEIRRA SEM KOMA FRAM ERU:

Gréta Salome
Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson
Sigurður Helgi Pálmason
Rebekka Blöndal
Gissur Páll Gissurarson
Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Eir og Regína Ósk
Ásgeir Ásgeirsson
Þóra Einarsdóttir
Þuríður Sigurðardóttir
Sætabrauðsdrengirnir
Helgi Björns
Jón Jónsson

Kynnir er Gísli Einarsson

Undirleikarar eru Hilmar Örn Agnarsson og Matthías Stefánsson

Miðasala á tix.is: https://tix.is/is/event/9038/stortonleikar-til-styrktar-bugl/


Email, RSS Follow

Metabolic Reykjavík – æfingastöð á Stórhöfða 17

07 nóv 2019
Baldvin
0
Æfingar, Eygló Egilsdóttir, Grafarvogur., Metabolic Reykjavík, Stórhöfði 17, Styrkur

Þinn árangur er okkar ástríða!

Metabolic Reykjavík er þjálfunarstöð þar sem allir iðkendur æfa undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara og í hópi fólks sem hvetur hvert annað áfram og veitir stuðning.

Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það er engin tilviljun í æfingavali eða uppröðun, allar æfingar eru skipulagðar frá upphafi til enda með ákveðið markmið í huga. Unnið er með markvissa álagsstýringu til að hámarka árangur og minnka hættu á meiðslum.

Við veitum leiðsögn, viðmót og þjónustu sem þú munt ekki finna annarsstaðar. ​Við viljum vita hvað þú heitir og hver markmið þín eru – við viljum virkilega hjálpa þér að ná þessum markmiðum. Við viljum að þú hlakkir til að koma til okkar og upplifir hreyfingu ekki sem kvöð heldur skemmtun. Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu heldur eiga æfingafélagarnir þínir og þjálfararnir í Metabolic að verða félagsskapurinn sem þú vilt æfa með.



Email, RSS Follow

Niðurskurðarhnífnum beitt í Grafarvog

06 nóv 2019
Baldvin
0
Grafarvogur., Niðurskurður Reykjavík, skólalokun, Skólamál

Niðurskurðarhnífnum beitt í Grafarvog

Aftur er verið að gera atlögu að skólunum okkar hér í Grafarvogi. Það á að loka einum af grunnskólunum okkar og færa börn á milli þriggja annara skóla. Þessar aðgerðir snerta því 820 börn. Fyrstu fréttir um þessi áform komu í mars á þessu ári og síðan þá hafa foreldrar og nemendur stöðugt verið að senda okkur borgarfulltrúum pósta og óska eftir því að þessari ákvörðun verði ekki framfylgt. Það hafa margar hugmyndir komið fram sem miða að því að halda núverandi skólum opnum, allar hafa þær þó verið slegnar út af borðinu af meirihlutanum. Þar á meðal tillaga sem var lögð fram í borgarstjórn um það að leikskólinn og grunnskólinn myndu verða reknir undir sama þaki í Staðahverfinu líkt og á að gera í Skerjafirði og Vogabyggð.

Stærstu breytingar sem gerðar hafa verið í skólamálum

Aldrei hefur verið farið í jafn viðamiklar breytingar á einu bretti vegna grunnskóla í Reykjavík. Þar má einnig nefna að aldrei áður hefur grunnskóla verið lokað í íbúðahverfi án þess að önnur sambærileg þjónusta hafi komið í staðinn. Til stendur að loka Kelduskóla Korpu sem staðsettur er í Staðahverfi. Þar eru í dag börn frá 1. til 7. bekkjar.  Síðan á að breyta Kelduskóla- Vík í unglingaskóla, nú eru þar börn frá 1. til 10. bekkjar.  Börn úr borgarhverfinu og engjahverfi fá að stunda nám upp í 7. bekk í sínum hverfisskóla og síðan þá fara þau í Kelduskóla Vík. Þetta rót hefur áhrif á 820 börn á grunnskólaaldri í norðanverðum Grafarvogi.

200 milljónir í sparnað

Það er ólíðandi að ætla að spara 200 milljónir á ári með því að loka skóla. Stærsti útgjaldaliður skóla- og frístundasviðs er launaliðurinn og ef ekki á að reka starfsfólk hvernig er þá hægt að spara 200 milljónir á ári? Húsnæðið verður á sínum stað það þarf viðhald þó svo ekki sé starfsemi í því. Börnin munu ekki gufa upp og halda áfram að kosta borgina peninga. Er þá sparnaðurinn falinn í því að segja upp ræstingarfólki ? Stjórnenda kostnaður mun aukast því það á að ráða þrjá skólastjóra í stað tveggja sem eru yfir fjórum byggingum núna. Skólar munu aldrei verða hagnaðardrifnar einingar og því er þetta tal um sparnað óábyrgt sér í lagi þegar meirihlutinn fékk falleinkunn fyrir að veita ekki nægu fjármagni til skóla- og frístundasviðs. Enda skólarnir nánast allir að reka sig í mínus ár eftir ár. Það þekkja það allir sem fylgjast með skólastarfi að þar er ekki verið að bruðla með peninga enda nýtni og útsjónarsemi mikil hjá stjórnendum.

Samstaða allra íbúa í Grafarvogi mikilvæg

Það er gríðarlega mikilvægt að allir íbúar í Grafarvogi standi saman og reyni að stoppa þessar breytingar. Hér er verið að setja fordæmi sem ekki er gott. Enda skólarnir inni á gildandi deiliskipulagi. Það er því verið að brjóta sem þessari ákvörðun. Skýrsla innriendurskoðunar segir síðan skýrt að Hamraskóli sé næst dýrasti skólinn í Reykjavík á eftir Kelduskóla – Korpu. Það er því mikilvægt að við sýnum samstöðu fyrir öll börn í Grafarvogi.

Frábært og faglegt starf

Það er hlutverk okkar kjörinna fulltrúa að sýna ráðdeild í rekstri og velta við öllum steinum til þess að ná fram sparnaði. Eins og þau fjölmörgu framúrkeyrslu dæmi sem hafa komið upp síðan að núverandi meirihluti tók til starfa þá hefði mér þótt eðlilegt að byrja að spara í öðru en í lögbundnum verkefnum fyrir börnin okkar.

Skólastarf í norðanverðum Grafarvogi er frábært, þar er unnið gríðarlega faglegt starf innan skólanna. Starf sem er verðlaunað. Frístunda og félagsstarf er með því besta sem þekkist í Reykjavík. Þarna ætlar meirihlutinn að spara. Spara þar sem vel er unnið, skólastarf er svo miklu meira en bara krónur og aurar.

Er ekki eðlilegt að við krefjumst þess að skólarnir okkar fái að starfa áfram og þess í stað verði sparað í verkefnum sem ekki eru lögbundinn hjá sveitarfélaginu. Enda mjög mikilvægt að hafa skóla í nærumhverfi barna, skólinn er hjartað í hverju hverfi.

Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir

Íbúi í Grafarvogi og borgarfulltrúi

Email, RSS Follow

30.ára afmæli Grafarvogssóknar

04 nóv 2019
Baldvin
0
Grafarvogskirkja, Grafarvogssókn, Prestar Grafarvogi
Email, RSS Follow

SAMbíómót 2019

02 nóv 2019
Baldvin
0
Fjölnir, Grafarvogur., Körfubolti, Rimaskóli, sambíómót 2019

Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.

Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2008 og síðar. Tæplega 700 þátttakendur í 139 liðum hafa skráð sig til leiks í mótið.

Mótið fer fram fyrstu helgina í nóvember líkt og síðustu ár, þ.e. helgina 2. – 3. nóvember 2019.

Mótið er frábær fjölskylduskemmtun þar sem m.a. er boðið upp á fullt af körfubolta, bíó, sund, skauta, hrekkjavökustemmingu, andlitsmálun fyrir blysför og kvöldvöku, gistingu, mat, ís og verðlaun.

Hægt að skoða nánari upplýsingar um mótið hérna……

Email, RSS Follow

Allra heilagra messa, bangsablessun og Selmessa

01 nóv 2019
Baldvin
0

Allra heilagra messa verður sunnudaginn 3. nóvember kl. 14:00 í Grafarvogskirkju. Þar minnumst við sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu og hafa verið jarðsungin í Grafarvogskirkju eða af prestum safnaðarins í öðrum kirkjum. Prestar kirkjunnar þjóna og séra Sigurður Grétar Helgason prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt barna- og unglingakór kirkjunnar. Organisti er Hákon Leifsson og stjórnandi barna- og unglingakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala og framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju. Kaffiveitingar kosta 2.500 kr fyrir fullorðna, 1.000 kr fyrir unglinga og ókeypis fyrir börn.

Bangsablessun verður í sunnudagaskólanum á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Börnin eru því sérstaklega hvött til að taka með sér bangsa í sunnudagaskólann 3. nóvember. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Verið innilega velkomin!

Email, RSS Follow

Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog

28 okt 2019
Baldvin
0
Grafarvogur og skák, Skák, Skákvæðing Grafarvogs

Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skák­væða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær.

Hægt er að lesa meira um þessa frétt á Visir.is

Email, RSS Follow

Helgihald sunnudaginn 27. október

27 okt 2019
Baldvin
0

Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Brúðuleikhús, söngvar, saga og fjör. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Sjáumst í messu!

Email, RSS Follow
« First‹ Previous18192021222324Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is