• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
Baldvin Berndsen
0

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
https://reykjavik.is/fundargerdir/umhverfis-og-skipulagsrad-fundur-nr-335
Sjá undir lið 5:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá afstöðu sína að óviðunandi sé að svokallað húsnæðisátak í Grafarvogi verði þvingað fram á forsendum ofurþéttingarstefnu vinstri flokkanna. Slíkar hugmyndir þarf að útfæra í góðri sátt við íbúa viðkomandi hverfa. Varðandi Grafarvog þarf t.d. að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem kynnt hefur verið að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í mörgum tillögum er gert ráð fyrir meiri miklum þéttleika byggðar og of fáum bílastæðum. Slíkt skipulag myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á lífsgæði þeirra íbúa, sem fyrir eru, til hins verra. Samráð við Grafarvogsbúa hefur verið takmarkað í málinu og tillögurnar mætt mikilli andstöðu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu sína að rétt væri að tillögurnar yrðu dregnar til baka í heild sinni en þess gætt í framtíðinni að auka samráð við íbúa hverfisins varðandi viðamiklar breytingar á skipulagi.

Email, RSS Follow

Keldnaland – niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
Baldvin
0
Grafarvogur, Keldnaland, Ný byggð

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur efndu í upphafi árs til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands, sem er ein sú stærsta sem ráðist hefur verið í hér á landi. Tilgangur samkeppninnar var að leita eftir vönduðum tillögum og hæfu teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við hönnun og skipulag nýs borgarhverfis.

Hægt að skoða myndir og myndband af þessum tillögum hérna…….

Email, RSS Follow

Mjólkurbikar KSÍ 2024

19 apr 2024
Baldvin Berndsen
0

Fyrsti leikurinn hjá stelpunum í Mjólkurbikarnum fer fram á sunnudaginn🥛🤩⚽
Tryggðu þér miða á forsöluverði en miðaverð hækkar á leikdegi! 🤩
⚽️ Fjölnir – Sindri
⏰ Sunnudaginn 21. apríl kl. 13:00
📍 Egilshöll
🎟https://stubb.is/events/y6kpPo
Hlökkum til að sjá ykkur! Áfram Fjölnir!!
#FélagiðOkkar💛💙

Email, RSS Follow

Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:

13 jún 2023
Baldvin
0
Aðsent efni, Barcelona Girl Cup, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur, Grafarvogur.

Fjórði flokkur kvenna fór í síðustu viku í æfinga- og keppnisferð til Spánar.  Stefnan var tekin á Salou þar sem alþjóðlegt mót stúlkna í knattspyrnu er haldið ár hvert, Barcelona girls cup.  Flogið var út þriðjudaginn 6. júní og náði hópurinn nokkrum æfingum fyrir mótið sem hófst þann 10 júní. Þar voru 28 Fjölnisstelpur mættar galvaskar og tvö lið skráð til leiks.   

Fjölnir 2 byrjaði mótið illa fyrri keppnisdaginn en sótti heldur betur í sig veðrið og endaði mótið á mjög svo flottum og jákvæðum nótum.  Mikill stígandi var í liðinu og klárt að þessi æfinga- og keppnisferð kemur á réttum tíma og eflir liðið fyrir næstu leiki á Íslandsmótinu.    

Fjölnir 1 byrjaði mótið með miklum látum og frábær spilamennska og mikil barátta skilaði liðinu í undanúrslit.  Sá leikur tapaðist með einu marki, fyrir liðinu endaði á því að sigra mótið.  Í leiknum um þriðja sætið mættu stelpurnar liði Aftureldingar í hörkuleik þar sem ekkert var gefið eftir.  Fjölnir komst yfir í byrjun seinni með  hálfleiks en Afturelding náði að jafna leikinn með síðustu spyrnu leiksins.  Vítakeppni þurfti því til að fá niðurstöðu.  Vítakeppnin var æsispennandi og þurfti bráðabana til, en að lokum náðu Fjölnisstelpur að tryggja sér sigur.   Stelpurnar töpuðu aðeins einum leik í mótinu, í undanúrslitum.  Frábær árangur og mikill stígandi hjá liðinu.

Með hópnum í Salou voru þjálfararnir Halldór Bjarki Guðmundsson og Andri Freyr Björnsson.  Fararstjórar með hópnum voru hjónin Einar Ásgeir og Erna Margrét Arnardóttir.  Þá fylgdu fjölmargir foreldrar hópnum út og skapaðist mikil og góð stemning innan foreldrahópsins.  Stelpurnar náðu líka að skemmta sér vel á milli æfinga og leikja, farið var í bæði leiktækja-  og vatnsleikjagarð.   Stelpurnar stóðu sig frábærlega í alla staði og voru sér og félaginu til mikils sóma.

Nokkrar myndir í link:    https://photos.app.goo.gl/5adTELHYPmV9uJhK7

Ragnar Lárus sendi okkur þennan pistil og hlekk á myndir.

Email, RSS Follow

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar.

31 maí 2023
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur, Skemmtilegt

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu. Skráning fer fram hér.

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017
  • Söngleikjanámskeið Fjölnis í Egilshöll og íþróttahúsinu í Dalhúsum. Börn fædd 2008-2016
  • Sundnámskeið Fjölnis í útilaug Grafarvogslaugar. Börn fædd 2013-2019
  • Karateþrek og styrktarþjálfun. Börn og unglingar 12-16+
  • Sumaræfingar í Tennis. Fyrir börn og fullorðna á öllum stigum

Nánari upplýsingar um önnur sumarnámskeið eru væntanlegar

  • SUMARNÁMSKEIÐ Í EGILSHÖLL
  • FJÖLGREINANÁMSKEIÐ Í EGILSHÖLL
  • SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ
  • KARATEÞREK OG STYRKTARÞJÁLFUN
  • SUNDNÁMSKEIÐ
  • SUMARÆFINGAR Í TENNIS
  • SUMARÆFINGAR Í HANDBOLTA

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fara fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2013-2016 tækifæri á að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Við opnum kl. 08:45 á námskeiðin fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

VIKA 1 | 12.-16. JÚNÍ

VIKA 2 | 19.-23. JÚNÍ

VIKA 3 | 26.-30. JÚNÍ

VIKA 4 | 8.-11. ÁGÚST

VIKA 5 | 14.-18. ÁGÚST

Email, RSS Follow

Addi er fundinn

17 apr 2023
Baldvin
0
Foredlrar, Foreldraofbeldi í íþróttum, Íþróttir, Krakkar, Ofbeldi, Vandamál í íþróttum

Við sem samfélag þurfum að vanda okkur í samskiptum við fólk. Við vitum aldrei hvapa áhrif orð okkar og gjörðir geta haft 💔 . Hér birtist grein sem Samúel Ívar Árnason skrifar:

Addi er fundinn

Það fer að renna upp fyrir okkur að hann kemur aldrei aftur í heimsókn, hringir ekki framar, sendir ekki fleiri skilaboð. Engar skýjaborgir sem höfðu fundið sér fótfestu í huga okkar munu rætast. Það verða engir endurfundir, þetta er endanlegt.

Eftir standa fjölskylda og vinir í sorg og söknuði.

Á undanförnum vikum hef ég með dyggri aðstoð góðra manna reynt að fá svör við því hvers vegna sagan hans Adda endaði svona. Umtal/sögur um hann hafa borist okkur til eyrna, illkvittinn orðrómur og atburðarrás sem standast ekki nánari skoðun. Það er tímabært að rétta það umtal. Þið sem hafið áhuga á að fá innsýn inn í atburðarrásina sem endaði með þessum harmleik getið lesið áfram Þetta er samantekt byggð alfarið á þeim upplýsingum sem okkur hefur tekist að safna saman og kallast:

Foreldraofbeldi í íþróttum og vanhæfni viðbragðsaðila.

Ég hef starfað við þjálfun og kennslu í Noregi og á Íslandi í yfir 30 ár og er í dag starfandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK. Eftir því sem árin hafa liðið og tíðarandinn breyst, kemur sífellt skýrar í ljós hve mikil áhrif foreldrar hafa á störf íþróttafélaga. Það jákvæða má sjá í fjáröflunum, sjálfboðaliðastörfum og öllu utanumhaldi árganga sem er talsvert betra en það var þegar ég var yngri. Í þá daga fór heill flokkur með þjálfara sínum í rútu frá Akureyri til Reykjavíkur (og öfugt ef keppt var fyrir norðan), gisti saman einhvers staðar og spilaði leiki. Fararstjóri datt inn nokkru síðar en annars voru allir iðkendur á ábyrgð þjálfarans á meðan á keppnisferðinni stóð. Nú fer nánast allur foreldraskarinn með og heldur utan um þetta með þjálfurum liðanna.

Neikvæða hliðin er helst sú að foreldrar hafa á tíðum sterkar skoðanir á því hvar barnið/ungmennið sitt stendur gagnvart öðrum iðkendum sama flokks. Sum hver bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, meðal annars í barna og unglingaráðum og stjórnum deilda eða félaga. Því miður virðist hvatinn þar að baki oft vera að liðka fyrir framgangi eigin afkvæmis en ekki til að stuðla að faglegu og öflugu starfi félagsins í heild.

„Mitt barn er best, mitt barn á skilið að fá þetta eða hitt… HA!!! er mitt barn í B-liðinu? Burt með þjálfarann!“

Á verulegu undanhaldi er viðhorfið að ef einhver er ósáttur með stöðu sína eða afkvæmis síns innan liðs er bara ein leið fær. Að leggja harðar að sér, bæta sig og berjast fyrir því sem þig langar í. Margir foreldrar grípa frekar til þess ráðs að baktala þjálfara og vinna gegn honum leynt og/eða ljóst. Þannig frétti ég fyrr í vetur að foreldrar einhverra leikmanna í mínu liði hafi reynt að safna undirskriftum til að fá mig rekinn á haustmánuðum. Ekki vegna þess að ég hefði gerst brotlegur í starfi, heldur eingöngu vegna þess að afkvæmi þeirra voru ekki að fá tækifærin sem þeim þótti þau eiga rétt á. Þessir foreldrar ræddu aldrei við mig, iðkendurnir spurðu mig aldrei hvað þær þyrftu að bæta til að komast nær byrjunarliðinu eða fá fleiri tækifæri á vellinum. Við erum að tala um meistaraflokkslið í Olísdeildinni, ekki 7.flokk stúlkna. Firringin og frekjan nær alla leið, upp og niður alla aldursflokkana.

Flestir þjálfarar eru fagmenn og ég á enn eftir að hitta þjálfara sem tapar viljandi leikjum með því að láta leikmenn sem hann telur betri en aðra sitja á bekknum eða utan hóps út af engu. Hins vegar horfa þjálfarar á marga aðra þætti en hæfileika með boltann, því lið virkar ekki nema leikmenn virki saman. Stóru sigrarnir koma ekki með leikmönnum sem nenna ekki að leggja sig fram eða vinna illa með öðrum. Stundum stendur valið á milli tveggja álíka góðra leikmanna og þá spila talsvert fleiri þættir inn í ákvörðun þjálfara. Hvor mætir betur, hvor gerir aðra í kringum sig betri, hvor leggur sig meira fram, hvor gefur meira í þetta, hvor er betri í vörn, hvor er betri í sókn, hvor er að þínu mati ákveðnari og svo mætti lengi telja. Aðstæður geta líka breyst og þjálfarinn metur stöðuna á annan hátt einhverjum vikum seinna, það er það skemmtilega við þetta allt saman. Þetta virðast margir foreldrar eiga ákaflega erfitt með að skilja eða sætta sig við, telja sig annað hvort vita meira um handbolta en margreyndir þjálfarar sem vinna með hópinn mörgum sinnum í viku, eða ætla sér að beita áhrifum sínum eða völdum til að fá óverðskulduð „tækifæri“ fyrir börnin sín. Dæmin um slíka framkomu foreldra eru því miður allt of mörg og einskorðast ekkert frekar við eitt íþróttafélag en annað, ekkert frekar við eina íþróttagrein en aðra.

Arnar bróðir minn, sem starfaði hjá HK líkt og ég, gekk í gegnum talsvert grimmari öldusjó. Þar fór fólk úr hópi foreldra 3ja flokks drengja sem Arnar þjálfaði að vinna markvisst að því að losa sig við hann. Ástæða óánægjuradda í upphafi? C er ekki að fá sömu tækifæri og G eða Y, er í B-liðinu þegar foreldrinu finnst að hann eigi að vera í A-liðinu, spilar ekki stöðuna sem hann langar til eða er ekki í nægilega stóru hlutverki að þeirra mati. Fjölmargir fundir áttu sér stað og áreitið á Arnar nánast stanslaust allt tímabilið. Skapast ekki annars meiri sérfræðiþekking á íþróttinni á því að fylgja barninu sínu upp yngri flokkana en að starfa við þjálfun í áratugi? Það mætti að minnsta kosti halda það miðað við áganginn sem hann þurfti að sitja undir.

4.janúar þessa árs er haft samband við mann sem átti að koma inn sem aðstoðarþjálfari Arnars og meðal annars hjálpa til við að lægja öldurnar í 3ja flokki félagsins. Margreyndur þjálfari í þessu tilviki sem er klár í verkefnið. Hann fær þau skilaboð frá yfirþjálfara yngri flokka að barna og unglingaráð muni hafa samband við hann á næstu dögum til að ganga frá samningum. Það er aldrei klárað því svo virðist sem einhverjir innan félagsins séu staðráðnir í að losna við Arnar með öllum ráðum. 10.janúar er Arnar boðaður á fund þar sem ætlunarverkið mistekst. Á þeim fundi er ákveðið að leysa úr samskiptaflækjum milli hans og ákveðinna aðila í foreldrahópnum og horfa fram á veginn. Enn dregur þó barna og unglingaráð HK lappirnar með að ganga frá samningum við aðstoðarþjálfarann, hefur í raun aldrei samband við hann. Hvers vegna fæ ég ómögulega skilið því hann hefði sannarlega verið mikill fengur fyrir liðið og hópinn í heild sinni.

Viku seinna, eða 17.janúar berst ÍSÍ bréf um að Arnar hafi hagað sér ósæmilega gangvart iðkendum og brotið siðareglur félagsins. HK sé meðvitað um stöðuna en sé ekki að gera neitt í málinu. Innihald þessa bréfs er byggt á sögusögnum og dylgjum og standast nákvæmlega enga skoðun þegar kafað er í málið. HK fær tilkynningu frá ÍSÍ um að þeim hafi borist þetta bréf og eiga í einhverjum samskiptum við samskiptaráðgjafa ÍSÍ sem fer með málið fyrir hönd ÍSÍ, en ekkert úr þeim samskiptum er notað sem ástæða uppsagnar sem á sér loks stað 24.janúar á þessu ári. Þar eru ástæður uppsagnar sagðar „brot á siðareglum“ sem felst í að Arnar tók poka með sokkum og leyfði iðkendum að eiga, og „samskiptavandi milli Arnars og foreldra í hópnum“.

Uppsögnin og allt ferlið þar í kring er svo efni í farsa sem ég gæti talað um í marga klukkutíma. Í stuttu máli fer barna og unglingaráð HK fram hjá formanni handknattleiksdeildar félagsins við brottreksturinn. Samningur Arnars var nefnilega ekki við barna og unglingaráð, heldur við deildarstjórnina og þar er formaður handknattleiksdeildar æðstur. Vitandi að formaðurinn muni ekki samþykkja brottreksturinn fara þau fram hjá honum og fá undirskrift frá framkvæmdastjóra félagsins sem er einnig hluti af þessum foreldrahópi. Eftirmenn Arnars í þjálfuninni eru svo eiginmaður framkvæmdastjórans og tveir góðir vinir hans, annar þeirra starfandi yfirþjálfari hjá félaginu með afar skrautlega forsögu í sínum samskiptum við iðkendur. Faglega unnið eða hvað?

Meðhöndlun ÍSÍ á þessum ásökunum er svo fyrir neðan allar hellur og nauðsynlegt fyrir íþróttasambandið að fara vel yfir þetta mál til að tryggja að eitthvað álíka gerist aldrei aftur. Sambandið, í þessu tilfelli samskiptaráðgjafi ÍSÍ sem fær málið í hendurnar, rannsakar hvorki ásakanirnar markvisst eða af fagmennsku. Sú einfalda og auðvelda leið er valin að senda Arnari póst um að sambandinu hafi „borist erindi“ en málinu sé lokið vegna þess að „hann er ekki lengur starfandi hjá félaginu“. Arnar vissi ekkert um þetta mál fyrr en hann fær þennan póst frá samskiptaráðgjafa ÍSÍ, var ekki tilkynnt hverjar ásakanirnar voru og var því aldrei beðinn um að gefa sínar skýringar á þeim. Innihald bréfsins er honum hulið allt þar til hann fer á fund með þessum aðila daginn sem hann hverfur. Þið megið reyna að setja ykkur í þau spor að fá slíkt erindi til ykkar, fá engar upplýsingar um hvað verið er að saka ykkur um og velta fyrir ykkur hvernig þið mynduð bregðast við. Svona vinnubrögð eru óásættanleg með öllu. Ef þjálfari gerist sekur um einhver brot gagnvart iðkendum, líkt og Arnar var sakaður um eða gefið í skyn að hann hafi gert í þessu bréfi, er fráleitt að viðkomandi sleppi við frekari rannsókn vegna þess eins að hann sé hættur störfum hjá félaginu þar sem meint brot áttu sér stað. Sambandinu ber að mínu mati skylda til að kæra viðkomandi til lögreglu, í það minnsta að sjá til þess að málið sé rannsakað að fullu ef rökstuddur grunur er á sekt hans/hennar. Reynist viðkomandi sekur á hann ekkert að koma aftur að störfum með börnum og ungmennum. Reynist hann saklaus verða þau sem bera ábyrgð á rógburði að svara fyrir sínar gjörðir. Það á aldrei að vera í boði að bera slíkar ásakanir á borð ef þær eru ekki byggðar á staðreyndum og/eða atburðum, fólk verður að þurfa að standa fyrir máli sínu. Orð bera ábyrgð og það er löngu tímabært að við áttum okkur á því.

Óvildarmenn Arnars létu sér þó ekki nægja að ráðast á hann með bréfinu til ÍSÍ og hafa af honum starfið sem þjálfara hjá HK. Nei, það átti sko að ganga alla leið og rústa mannorði hans og atvinnumöguleikum með því að senda samhljóma bréf til Kópavogsskóla þar sem hann starfaði sem umsjónarkennari. Berst það bréf 1.febrúar, eða viku eftir að ætlunarverkinu um að losna við hann sem þjálfara liðsins heppnast. Tíminn hefur leitt í ljós að þar er um að ræða sömu dylgjurnar og sendar voru til ÍSÍ. Engar staðreyndir, engir atburðir, ekkert sem heldur vatni þegar rýnt er í það, falskt nafn og símanúmer skrifað undir. Þetta fólk þorir nefnilega ekki að standa á bak við þessa aðför undir eigin nafni eða nöfnum. Og höfum eitt alveg á hreinu, þetta er ekkert annað en aðför að mannorði Arnars og afskaplega grimmileg sem slík. Er skemmst frá því að segja að Kópavogsbær afgreiddi málið á rétt rúmum 2 sólarhringum og Arnar mættur aftur til starfa sem umsjónarkennari 5.bekkjar strax í kjölfarið. Ekki af því að bærinn vann málið illa, heldur vegna þess að innihald bréfsins var þess eðlis að það var einfalt að afgreiða það sem þvætting. Ef einhver fótur væri fyrir þeim ásökum sem stóðu í bréfunum tveim, er algerlega ljóst í mínum huga að hann hefði ekki fengið að mæta aftur til að kenna 11 ára börnum. Að halda öðru fram er hreinlega fráleitt.

Í dag virðist ekki skipta miklu máli hvort þú ert sekur eða saklaus þegar orðrómurinn fer af stað og þessi hópur hefur aldeilis séð til þess að orðrómur um að Arnar hefi hegðað sér ósæmilega gagnvart iðkendum sínum lifi vel í handboltasamfélaginu hið minnsta. Ég frétti síðast af slíku umtali fyrir viku síðan, rúmum mánuði eftir að hann hvarf. Það elska líka allir að heyra eitthvað krassandi um náungann, smjatta vel á því og segja öðrum hvað einhver á að hafa gert, eða hvað? Frásögnin breytist svo hægt og rólega í eitthvað sem hann eða hún gerði. Snjóboltinn fer að rúlla og sögurnar hlaða á sig fleiri krúsídúllum eftir því sem fleiri bera hana á milli sín og hver og einn segir hana oftar. Áður en þú veist af er allt orðið staðfest því þú ert búinn að heyra það svo oft og jafnvel „frá einhverjum sem þekkir vel til málsins“. Fram á sviðið stíga sjálfskipaðir sérfræðingar sem reyna að upphefja sjálfan sig og stöðu sína innan hreyfingarinnar með því að vera með upplýsingar „úr innsta hring“ að eigin sögn. Í raun hafa þessir sérfræðingar ekkert annað en eitthvað kjaftæði sem þeir hafa heyrt af frá fleiri en einum og tveimur.

Mér þykir einnig afskaplega sorglegt að fá fregnir af að einhverjir séu sannfærðir um sekt bróður míns vegna þess að hann hafði ekki þrek til að standa þessar árásir af sér, án þess að vita neitt til málsins. Arnar hafði staðið í stanslausum árásum í allan vetur og baráttuþrekið einfaldlega á þrotum. Ég hef velt við öllum þeim steinum sem mér er fært að gera, meðal annars mætt á fund með framkvæmdastjóra HK, aðila úr barna og unglingaráði og aðila úr aðalstjórn. Ég hef nánast grátbeðið þau um að fá frásagnir, staðfest atvik eða annað sem gæti runnið stoðum undir að Arnar hafi brotið af sér eða hagað sér ósæmilega gagnvart iðkendum sínum. Ekkert hefur borist þaðan, þau könnuðust ekki við neitt í þessa áttina er ég ræddi við þau. Því er ekki annað að sjá en að enginn fótur sé fyrir þessum ásökunum og þar af leiðandi er í raun eini óvissuþátturinn hve margir standa á bak við þær, samtímis blasir einnig við hvaðan skíturinn kemur þótt andlitin séu í felum.

Bróðir minn var ekki fullkominn frekar en ég eða aðrir, en hann nálgaðist þjálfun og kennslu af einskærri fagmennsku og ekki síst umhyggju fyrir þeim sem hann var að vinna með. Hann kvæntist aldrei né eignaðist börn, handboltinn kom í þeirra stað og var honum allt. Hann lá því vel við höggi þegar kjaftasögurnar náðu flugi og særðu hann að sama skapi dýpra en aðra sem eiga eitthvað annað sem er þeim dýrmætara. Þegar ráðist er á æru þína af slíkum krafti og offorsi getur verið erfitt að streitast á móti. Þetta smitar fljótt út frá sér og kunningjar þínir þurfa jafnvel að kanna málið áður en þeir eru tilbúnir að votta um það hver þú ert, fyrir hvað þú stendur, eða skrifa meðmælabréf fyrir þig.

Við sem þekktum hann tengjum ekki saman hljóð og mynd í þessu máli, þessar ásakanir eru svo fjarri manninum sem við þekktum og var okkur svo kær. Arnar var ekki allra og hleypti sömuleiðis ekki hverjum sem er inn í sinn innsta hring, en hann var traustur og tryggur, með sterkar skoðanir á málefnum, ófeiminn við að láta þær í ljós og taka rökræður, faglegur í allri sinni nálgun í leik og starfi. Hann var einstaklega laginn með börn og ungmenni, ljúfur og skemmtilegur.

Samkvæmt stjórnendum Kópavogsskóla á hann sérstakan stað hjá börnunum sem hann kenndi þetta skólaárið fram að andláti sínu. Þar eru allir miður sín yfir því að hafa misst hann. Ég meina, hvaða toppeintak af kennara getur endað tímana sína á því að kalla yfir hópinn „allir í frímó“ og fá til baka samhljóma svarað „og hlusta á Skímó!“. Eins hafa fyrrum samstarfsmenn, iðkendur og foreldrar úr Selfossi og Fjölni, þar sem Arnar starfaði í 10 og 4 ár, fært okkur sem næst honum standa heilan haug af fallegum sögum sem mála mynd af miklum fagmanni og mannvini. Einhver sem lét velferð iðkenda sinna sig mikið varða og gerði allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa þeim innan vallar sem utan. Margir hverjir leituðu áfram til hans þótt hann væri löngu hættur að þjálfa þá og hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa þeim sem það gerðu.

Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm, þrátt fyrir að hann hefði þéttan vinahóp á bak við sig, þar á meðal einstaklinga innan íþróttafélagsins HK. Þið sem stóðuð að baki þessum stormi megið bera skömmina að eilífu og ættuð að mínu mati að halda ykkur fjarri öllu íþrótta og tómstundastarfi héðan í frá, þið eruð ekki hæf til verksins. Feluleikur þeirra seku varpar einnig skugga á alla hina foreldrana í þessum hóp, sem liggja hvert og eitt undir grun um alvarlega aðför að mannorði Arnars á meðan svo er. Aðför sem ýtir honum hægt en örugglega að bjargbrúninni og að lokum fram af henni. Við þessa aðila vil ég að lokum segja. Það er vegna framkomu ykkar og gjörða að farinn er frá okkur einn allra færasti þjálfari landsins, afbragðs kennari, mannvinur og yndislegur drengur. Við sem þekktum hann munum sakna hans og syrgja svo lengi sem við lifum, sárin í hjörtum okkar munu aldrei gróa að fullu.

Samúel Ívar

Email, RSS Follow

Einstaklingsmiðuð hópþjálfun: Mörg verkefni eða margar lausnir?

13 apr 2023
Baldvin
0
Börn, Einar Þorgeirsson, Einstaklingur, Hópþjálfun, Krakkar

Hvernig getum við einstaklingsmiðað færniþjálfun í raun, ef öll eru að vinna í sama verkefni? Þjálfarar þekkja vel hve mikilvægt það er að reyna að einstaklingsmiða þjálfunina til að ná sem bestum árangri. Þetta er í raun regla í þjálffræðinni, en þó vandi sem fylgir gerð hvers tímaseðlis.

Ef við styðjumst við hefðbundnar aðferðir þá standa okkur ekki margar leiðir til boða. Forsendurnar gera ráð fyrir að þjálfarinn kenni „réttu tæknina“ miðað við markmiðið hverju sinni. Til að einstaklingsmiða þá þjálfun þyrfti að útbúa sérstaka æfingu fyrir hvert og eitt, allar með ólíkum markmiðum. Það er svo gott sem ómögulegt í praktík.

Allar í eins búning, en engin af þeim “eins”. Photo by Jeffrey F Lin on Unsplash

Er til „einföld“ lausn á þessum vanda? Til þess að sjá það fyrir okkur þurfum við að breyta um útgangspunkt og aðferð. Einstaklingsmiðun æfinga horfir allt öðruvísi við ef, við aðeins styðjumst við kenningar hreyfivistkerfa (ecological dynamics) og skiljum við hinar hefðbundnu (áður fjallað um hér). Samkvæmt kenningum um hreyfivistkerfin lítum við svo á að hreyfingar birtist (emerge) undir takmörkunum hjá einstaklingnum og í umhverfinu. Hreyfingarnar eru undir áhrifum af stöðugu samspili skynjunar og hreyfinga. Þannig eru hreyfingar samhæfðar út frá aðstæðum hverju sinni, án eiginlegs stjórnanda, í flóknu, aðlögunarhæfu og síbreytilegu kerfi líkamans. Til að glöggva okkur á muninum getum við borið saman þessar tvær leiðir.

Hefðbundnar kenningar (information processing)Hreyfivistkerfi (ecological dynamics)
Línulegt eðli þjálfunar (lítil breyting í þjálfun hefur lítil áhrif).Ólínulegt eðli þjálfunar (lítil breyting í t.d. verkefninu getur breytt miklu varðandi hreyfingar).  
Þjálfun „réttu“ aðferðarinnar. Endurtekning endurtekningarinnar vegna (þrátt fyrir breytileika milli tilrauna). Lagt upp með að safna upp miklu magni endurtekninga til að festa hreyfiútfærsluna í langtímaminninu.Sjálfsskipulag (self-organization), margar leiðir að sama markmiði (degeneracy), lykilhugmyndin um endurtekningu án endurtekningar, og breytileiki nýttur til aðlögunar á framkvæmd hreyfinga.  
Breytileiki í æfingum getur af sér færni í að aðlaga „réttu tæknina“ að aðstæðum.Lausnaleit við áskorunum í hreyfingum. Breytileiki í aðstæðum. Læra að læra að hreyfa sig.  
Þekking okkar á hreyfingunni sjálfri er undirstaða færni. Við vitum hvernig á að hreyfa sig og reynum að fylgja því.Þekking byggir á sambandi okkar við umhverfið, tilfinningu. Stöðugu samspili hreyfingar við skynjun. Hægt er að einfalda verkefni (simplification) í þjálfun.
Þjálfun hreyfinga er hægt að brjóta niður í minni einingar og setja svo saman í heild. Hugmyndin um að hreyfingarnar séu byggðar á samsettum hreyfingum.Hreyfingar verða aðeins þjálfaðar upp í færni þegar hreyfingin er samtengd mikilvægustu upplýsingum í umhverfi okkar (skynjun). Skynjun og hreyfingu má ekki slíta í sundur, ef þjálfa á færni.

*tafla byggð á samantekt frá Rob Gray (höfundur). (2020, 29. október). The Two Skill Acquisition Approaches: Key Differences. https://www.youtube.com/watch?v=cCsezh7ijzs

Nokkrar leiðir sem byggja á hugmyndum hreyfivistkerfa hafa verið þróaðar til að koma þessum aðferðum til skila inn á æfingarnar sjálfar. Ólínuleg kennslufræði (Non-linear pedagogy) er ein og Takmarkana-miðuð nálgun (Constraint led approach) er önnur þó þær séu skyldar. Nánar verður fjallað um þessar aðferðir síðar.

Lykilatriðið er að það er í höndum þjálfarans að hanna verkefnið sjálft (æfinguna) á þann hátt að þær hreyfingar sem leitast er við að þjálfa birtist náttúrulega í verkefninu eins og það er sett upp. Með þessu þarf þjálfarinn í raun lítið að segja til að leiðrétta sjálfa hreyfinguna því hún er mótuð af umhverfinu og samspili leikmannsins jafnóðum.

Áhersla þjálfarans á æfingum að vera fyrst og fremst á verkefninu sjálfu. Þar er átt við markmið og reglum æfingarinnar, svæði sem unnið er á (stærð), fjölda þátttakenda, áhöld sem notast er við, allt þættir sem hægt er að breyta á staðnum. Auk þess geta mikilvægir umhverfisþættir haft áhrif svosem undirlag og veður svo það helsta sé nefnt. Allir þessir þættir koma saman og mynda það umhverfi sem hreyfingin fer fram í og birtist. Ef hreyfingarnar eru ekki eins og upp var lagt með þarf að leita skýringa í öllum þessum þáttum, verkefninu, einstaklingnum sjálfum (líkamlega/hugarfarslega), eða mögulega ytri umhverfisþáttum (aðstöðu eða félagslegum þáttum).

Þríhyrningurinn hér til vinstri skýrir hvernig takmarkanir í umhverfi okkar, verkefninu sjálfu og í einstaklingnum spila saman og hafa áhrif á þær hreyfingar sem myndast. Til hægri tekur svo við samspil skynjunar og hreyfinga til að útfæra samhæfðar hreyfingar. https://www.researchgate.net/publication/10810355/figure/fig1/AS:394382139248644@1471039437457/Newells-model-of-interacting-constraints-adapted-to-illustrate-the-resulting-effects-on.png

Undir þessum aðstæðum hafa allir leikmenn sem taka þátt í verkefninu markmið til að vinna eftir (takmörkun á hreyfingu) og mikilvægt frelsi til að leita að leiða til að leysa þau sem best. Þau leita að bestu aðferðinni út frá eigin líkama, út frá eigin skynjun á möguleikum (hreyfiboðum, e. affordances). Þannig nýtum við fjölhæfni líkamans til að leysa sama verkefnið á ólíkan hátt til hins ítrasta, út frá hugmyndinni um að sömu hreyfinguna sé fræðilega ómögulegt að endurtaka (repetition without repetition).

Í þessari nálgun er mikið lagt upp úr lausnaleit við vandanum og því að prófa sig áfram með ólíkar leiðir (bæði þjálfarar og íþróttafólk). Í gegnum það ferli fer nám fram og við verðum betur samtengd (attuned) þeim þáttum í umhverfinu sem móta hreyfingar okkar. Við þessar aðstæður gæti þjálfarinn þurft að hugsa leiðbeiningar sínar upp á nýtt, en á móti gætu aðrar hugmyndir sem áður voru geymdar eignast nýtt líf.

Við höfum vitað að æfingar ættu að vera „leiklíkar“ (representative) í nokkurn tíma, en þessar kenningar hafa tvær ólíkar leiðir við að ná því fram. Kenningar hreyfivistkerfa leggja til að einfalda megi þá færni sem á að þjálfa og ýkja upp aðstæður til að leysa (viðhalda mikilvægum upplýsingum í umhverfinu til að skynja). Dæmi um slíkt væri að breyta áhöldum eða reglum verkefnisins, eins og að spila leik með minni/stærri/mýkri bolta. Á meðan myndu hefðbundnar aðferðir leggja til að “keppnisútgáfan” væri sneidd niður í einingar (mikilvægar upplýsingar sem móta hreyfingar teknar úr sambandi og samhengi), hreyfingarnar þjálfaðar í einangrun og settar saman líkt og Legokubbahús að lokum.

Eitt dæmi sem dregur fram þessi atriði gæti verið að rekja bolta milli keilna (t.d. handbolti/fótbolti/körfubolti). Í því verkefni vantar upplýsingarnar fyrir leikmenn til að búa til samtengingar sem þarf til að þjálfa færnina sem er mikilvæg í leik gegn lifandi mótherjum. Keilurnar hreyfast ekki, gera engar kröfur um viðbragð og þess utan beina þær athygli leikmanna að jörðinni þegar mikilvægustu upplýsingarnar í leik eru allt í kring.

Samkvæmt kenningum hreyfivistkerfa skortir mikilvægar upplýsingar inn í þetta verkefni fyrir leikmanninn til að styrkja færnina í því að rekja bolta í leik. Hér er aðeins verið að þjálfa meðferð boltans, sem gæti átt rétt á sér við einhverjar kringumstæður, en er ekki færni, né heldur hæfni sem gerir frábæra leikmenn að frábærum leikmönnum. Photo by Nigel Msipa on Unsplash.

Sjálfur hef ég margoft boðið upp á svona æfingar þar sem dripplað er á milli keilna og þær jafnvel „gabbaðar“, – en ekki meir. Það eru til aðrar og betri leiðir. Ég er líka þess fullviss að þjálfarar geta tekið gamalkunnar æfingar og betrumbætt þær með þessar kenningar að vopni. Leiðarstefið í þeirri hugsun er að búa til verkefni sem býður upp á þær hreyfingar sem á að þjálfa og festa í sessi. Meira um það síðar.

SÞ

Heimildir sem meðal annars er stuðst við í þessari grein

Button, C. (2021). Dynamics of skill acquisition: An ecological dynamics approach (Second edition). Human Kinetics, Inc.

Chow, J. Y., Davids, K., Button, C., & Renshaw, I. (2016). Nonlinear pedagogy in skill acquisition: An introduction. Routledge.

Gray, R. (2021). Skill Acquisition Presentations—YouTube. https://www.youtube.com/

Hérna er hægt að lesa meira eftir Svein………

Email, RSS Follow

Veftímarit Heimili og skóli

26 mar 2023
Baldvin
0
Farsælir foreldrar, Foreldrar, Grafarvogur, Heimili og skóli, Skólar, Skólastarf, tímarit

Heimili og skóli gefur út veftímaritið Farsælir foreldrar. Þar birtast reglulega greinar um foreldrastarf, skólamál, netöryggi og fleira.

Smelltu hérna til að lesa……

Heimili og skóli
Email, RSS Follow

Austurmiðstöð

06 mar 2023
Baldvin
0
Austurmiðstöð, Grafarvogur, Miðgarður

Austurmiðstöð er ein fjögurra miðstöðva í Reykjavík, þar sem íbúar og starfsfólk Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. 
 
Á miðstöðvunum fer meðal annars fram velferðarþjónusta við íbúa, skólaþjónusta við  leik- og grunnskóla auk daggæslu- og frístundaráðgjafar.  

Frekari upplýsingar má finna hérna…….

Email, RSS Follow
1234Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is