Það var sérstaklega gaman að taka þátt í skóflustungu í dag þegar við fulltrúar borgarinnar, verkalýðshreyfingin og félagsmenn í ASÍ og BSRB mættu til að hefja vinnu við byggingu leiguíbúða á viðráðanlegu verði í sannkölluðu skítaveðri upp í Spöng í Grafarvogi. Íbúðirnar á reitnum verða alls 155 og verða byggðar á vegum Bjargs. Bjarg er uppbyggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta samstarf er hluti af byggingu þúsund leiguíbúða verkalýðshreyfingarinnar á viðráðanlegu verði í borginni og er gríðarlega mikilvægt, fyrir framtíðarleigjendur, borgina og húsnæðismarkaðinn.Það vill stundum gleymast að þetta grettistak sem hefur verið í undirbúningi frá 2016 eru jafnmargar íbúðir og í síðasta stóra uppbyggingarátaki verkalýðshreyfingarinnar og borgarinnar í Breiðholti. Munurinn er sá að nú dreifast þessar lóðir um alla borg og við gerum ráð fyrir að byggingartíminn verði styttri.
Það var því stór dagur í dag að hefjast handa á 155 fyrstu íbúðunum í Grafarvogi. Næstu skóflustungu á næstu lóð ætti ekki að vera langt að bíða.