Þegar starfsfólk og börn komu í leikskólann 14. júní þá blasti við okkur miklar skemmdir sem unnar höfðu verið á sumarblómunum í fallega garðinum okkar. Pottar og blóm brotin og mold út um allt. Þótti okkur þetta mjög leiðinlegt því við í Brekkuborg leggjum áherslu á virðingu við umhverfi og náttúru.
Hvert vor eru gróðursett fjöldin allur af sumarblómum sem þau hafa lagt mikla natni við að sá fyrir og rækta. Börnin rækta líka kartöflur og grænmeti. Er þetta stór partur af fræðslu sumarsins.
Við viljum endilega að garðurinn okkar sé nýttur eftir leikskólatíma og fólk njóti þess að koma í fallega garðinn okkar með börn og að börnin í hverfinu sæki í hann. En við viljum biðja fólk að sýna garðinum sömu virðingu og við kennum börnunum í Brekkuborg.
Kveðja börn og starfsfólk í Brekkuborg