Veðurfarið í haust og í vetur hefur verið einstaklega hagstætt. Frost í jörðu hefur verið lítið sem ekkert og hlýindi eru þau mestu síðan mælingar hófust á fjórða tug síðustu aldar. Þessi einmuna veðurblíða hefur gert það að verkum að gróður hefur sum staðar verið að vakna til lífsins og grasfletir eru eins og að sumarlagi.
Extravöllurinn í Grafarvogi er þar engin undantekning og lítur völlurinn einstaklega vel út, nánast eins og að sumarlagi. Þetta óvenjulega ástand er eins víða um land og væri leikur einn að leika á þessum völlum eins og málum háttar um þessar mundir þegar tæpar tvær vikur eru til jóla.
Samkvæmt veðurspám eru áfram hlýindi í kortunum næstu daga. Vallarstjórar muna varla annað eins ástand valla á þessum árstíma.