Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er boðið að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur með happadrætti og verðlaunahátíð kl. 13:15.
Að venju verður mikið um dýrðir á þessu vinsæla skákmóti og fjöldi vinninga. Emmess ís býður upp á ókeypis veitingar í skákhléi, Emmessís og Prins póló. Heiðursgestur mótsins verður enginn annar en hinn vinsæli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamaður Ævar Þór og verða fjögur árituð eintök af nýjustu bókinni hans á meðal 20 aðalvinninga sem keppt er um.
Ævar Þór mun ávarpa skáksnillingana í upphafi móts og leika fyrsta leik mótsins. Aðrir vinningar eru pítsur frá Pizzunni, íspakkar frá Emmess og gjafabréf frá fyrirtækjum á Torginu í Hverafold í Grafarvogi. Nammipokar í happadrætti. Tefldar verða 6 umferðir og umhugsunartíminn er 7 mínútur.
Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sér um að skrá niður alla sem vilja taka þátt í mótinu og er mælst til þess að keppendur mæti tímanlega á mótsstað. Áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til að taka félaga sína, vini og systkini með sér á mótið, alla sem kunna að tefla.
Kaffi á könnunni fyrir foreldra.
Í fyrra mætu tæplega 80 krakkar á grunnskólaaldri og þeir verða tæplega færri nú.
Mótsstjóri verður Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis.