Viðtal við Michael frá Thor Bifreiðaverkstæði, Desjamýri 1, 270 Mosfellsbær

Hvað felst í að vera traustur bifvélavirki?

Á Íslandi búa í kringum 350.000 manns og á sama tíma er svipaður fjöldi skráðra bifreiða á landinu. Það þýðir að miðað við fjölda skráðra bifreiða ætti hver íbúi að vera virkur notandi allavega einnar bifreiðar og þar af leiðandi að hafa þörf fyrir áreiðanlegan bifvélavirkja.

En hvað felst í því að vera áreiðanlegur bifvélavirki?

Bifvélavirki – sinnir bílnum þínum persónulega

„Í augum viðskitpavinarins er bifreiðin nauðsynlegur faraskjóti í daglegu amstri svo sem við akstur í og úr vinnu, skóla, verslun og fleiri áfangastaða. Við sem bifvélavirkjar þurfum að ábyrgjast rétt eftirlit og viðhald svo að hægt sé að nota bifreiðina á öruggan máta í daglegu lífi” segir Michael Lempicki, eigandi Thor Bifreiðaverkstæði.

Thor Bifreiðaverkstæði tekur að sér hvers konar bílaviðgerðir og viðhald, svo sem bremsuviðgerðir, athugun á vélbúnaði ásamt olíu- og síuskiptum. Við hjá Thor tökum einnig að okkur stærri viðgerðir eins og að skipta um og gera við kúplingar, mismunadrif og fjaðurbúnað ásamt ýmsum öðrum stærri viðgerðum.

„Það er án efa þægilegra að eiga samfelld viðskipti við sama verkstæðið þar sem bifvélavirkinn þekkir bifreiðina og sögu hennar og viðskiptavinurinn veit hvaða þjónustu honum verður veitt. Þannig verða bæði eftirlit og viðgerðir skilvirkari og viðskiptavinirnir þar af leiðandi ánægðari”, segir Michael.

Góð samskipti eru mikilvæg

Góð þjónusta felur ekki bara í sér sérhæfða þjónustu bifvélavirkjans heldur er líka mikilvægt að góð samskipti séu á milli viðskiptavinar og bifvélavirkja. Það myndar gott traust á báða bóga sem stuðlar að ánægju beggja aðila.

„Viðskiptavinur sem treystir okkur fyrir bifreið sinni þarf að geta fengið að vita nákvæmlega hvert vandamálið er, hversu dýr viðgerðin verður með eða án varahluta sem mögulega þarf að sérpanta og hversu langan tíma viðgerðin mun taka. Oft eru viðskiptavinirnir tímabundnir og þurfa að nota bifreiðina við dagleg störf, eins og að sækja börn í skóla eða fara til læknis”, segir Michael. Það gerir góð samskipti milli viðskiptavinar og bifvélavirkja enn mikilvægari þar sem að flestir nota bifreiðina til daglegra erinda og því mikilvægt að báðir aðilar séu meðvitaðir um hvaða tími hentar best, bætir hann við.

Michael og aðrir bifvélavirkjar hjá Thor Bifvélaverkstæði leggja mikið upp úr því að mynda góð sambönd við viðskiptavini sína með gagnkvæmt traust að leiðarljósi og nýtingu bestu verkferla sem völ er á til að tryggja góð samskipti auk vandaðrar og sanngjarnrar þjónustu.

 Fjölbreytt verkstæði

Auk venjulegra bifreiðaviðgerða taka bifvélavirkjar Thor Bifreiðaverkstæðis einnig að sér fjölbreytt verkefni eins og uppfærslur og breytingar á sportbílum, breyttum jeppum og ýmsum torfærutækjum. Meðal þessara sértæku verkefna má nefna: suðuvinnu, bílaréttingar, vinnu við undirvagna, brettakanta og drifrás.

Þessa dagana eru bifvélavirkjarnir okkar til dæmis að fást við þá áskorun að gera upp Mazda 818 GT Coupe árgerð 1974. “Þetta er mjög skemmtilegt og metnaðarfullt verkefni fyrir okkur þar sem við sameinum áralangra reynslu af því að fást við bifvélar í bland við ástríðu okkar og virðingu fyrir starfinu” segir Michael. Þá er verkefnið sérstaklega krefjandi þar sem fyrri tilraunir til viðgerða hjá öðru verkstæði báru lítinn árangur, svo bifvélavirkjarnir hjá Thor þurfa nánast að byggja bifreiðina upp frá grunni.

Einungis það að útvega varahluti í þessa árgerð af Mazda 818 GT er svo gott sem ómögulegt. Þrátt fyrir það ákváðum við að taka þessari spennandi áskorun og endurbyggja bifreiðina úr varahlutum úr öðrum bifreiðum sem voru fáanlegir og henta verkefninu. Á næstunni munum við setja í bifreiðina fjaðurbúnað að framan og aftan úr BMW E36 og 2.0 vél með 5 gíra beinskiptingu úr Mazda 929. Fylgjast má með framvindu uppgerðar á Mözdunni góðu á Facebook síðu verkstæðisins, tekur Michael fram.

Að lokum. Góður bifvélavirki mun:

– Upplýsa þig um umfang bilana og veita þér nákvæmar upplýsingar um hverskonar viðgerða er þörf.

– Tala opinskátt og heiðarlega við viðskiptavininn.

– Taka tillit til aðstæðna viðskiptavina hverju sinni.

Þar að auki þarf varla að taka fram að færni bifvélavirkjans í sínu fagi er grunnurinn að góðri þjónustu. En ásamt mikilli þekkingu og reynslu vill verkstæðið okkar einnig bjóða fram hlýtt viðmót og vingjarnlegt andrúmsloft.

Við teljum að það sem veiti viðskiptavininum mesta ánægju sé að yfirgefa verkstæðið með bifreiðina í góðu ástandi eftir vel heppnaða viðgerð og góð samskipti við vingjarnlegan bifvélavirkja. En það er einmitt það sem við leggjum okkur fram við að gera.
Veita sem besta þjónustu í góðu umhverfi og góðu andrúmslofti þar sem að fagmennska ræður ríkjum. 

Leitar þú að góðum, traustum og heiðarlegum bifvélavirkja?

Bifvélavirkjarnir hjá Thor Bifreiðaverkstæði hugsa vel um þig og bifreiðina þína.

Thor Bifreiðaverkstæði

Desjamýri 1

270 Mosfellsbær

S: 565-5605

www.facebook.com/thorgarage

Myndir tók Marcin Matusiak

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.