Vel heppnað Miðnæturhlaup Suzuki
Þrjú ný brautarmet
Hlauparar í Miðnæturhlaup Suzuki eru allir komnir í mark í Laugardalnum og margir að láta þreytuna líða úr sér í Laugardalslauginni þangað sem öllum var boðið að hlaupi loknu. Skráðir þátttakendur voru í heild 2640 talsins, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni.
Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 900 talsins frá 50 löndum. Flestir erlendu gestanna komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Þýskalandi. Þátttökumet
Framkvæmd hlaupsins hefur gengið að óskum í kvöld enda frábært hlaupaveður og aðstæður allar hinar bestu. Þrjú brautarmet voru sett í hlaupinu í kvöld; í hálfmaraþoni karla, 10 km hlaupi kvenna og 5 km hlaupi kvenna.
Fyrstu þrír hlauparar í mark í hverri vegalengd voru eftirfarandi:
Hálfmaraþon karla
1. Benjamin P Zywicki (USA), 01:07:47
2. Kári Steinn Karlsson, 01:09:29
3. Harry Lupton (IRL), 1:13:25
Benjamin sigraði á nýju brautarmeti í hálfmaraþoninu en tími Kára Steins er næst besti tími sem náðst hefur í hlaupinu frá upphafi.
Hálfmaraþon kvenna
1. Sigrún Sigurðardóttir, 01:33:23
2. Helen Keeley (GBR), 01:33:50
3. Bergey Stefánsdóttir, 01:34:54
Tími Sigrúnar er 4.besti tími kvenna í hálfmaraþoni kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki frá upphafi. Sigrún hefur hlaupið þrjú hálfmaraþon í ár og er þetta besti tími hennar til þessa á árinu.
10 km karla
1. Ingvar Hjartarson, 33:57
2. Hugi Harðarson, 34:39
3. Þórólfur Ingi Þórsson, 35:32
Tími Ingvars er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupinu í Miðnæturhlaupi Suzuki. Ingvar átti sjálfur 4.besta tímann fyrir þetta hlaup 33:58 frá árinu 2012.
10 km kvenna
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:40
2. Andrea Kolbeinsdóttir, 38:55
3. Helga Guðný Elíasdóttir, 39:47
Tími Arndísar er nýtt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna en hún átti sjálf gamla metið, 37:44 sem hún setti árið 2012.
5 km karla
1. Aaron Rowe (USA), 15:44
2. Sigurjón Ernir Sturluson, 16:59
3. Maxime Fages-Lartaud (FRA), 17:24
Aaron hljóp á öðrum besta tíma sem náðst hefur í 5 km hlaupinu frá upphafi.
5 km kvenna
1. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 18:00
2. Olivia Sidock (CAN), 19:29
3. Hrönn Guðmundsdóttir, 20:02
Guðlaug Edda hljóp 5 km á nýju brautarmeti en gamla metið átti Hrönn Guðmundsdóttir sem var í þriðja sæti í kvöld, 19:27 frá árinu 2014.
Staðfest heildarúrslit og úrslit í einstökum aldursflokkum verða birt á marathon.is eigi síðar en kl.02. Hér má sjá óstaðfest úrslit sem verið er að yfirfara: http://marathon.is/urslit-midnaeturhlaup/lifandi-urslit