Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Vængir Júpíters munu spila í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Liðið átti upphaflega að spila í 2.deild en við fengum kallið um að taka þátt í Grill 66 og Vængir svara alltaf kallinu 💪
Þetta er stór áfangi í sögu félagsins þar sem starfrækt hefur verið sterkt fótboltalið Vængja síðustu ár.
Á dögunum voru undirritaðir samningar við þjálfarateymi liðsins. Hér á mynd sést Jóhann Tómas Guðmundsson, Director of Handball hjá Vængjum, skrifa undir samninga við þjálfarana Arnór Ásgeirsson (til hægi) og Viktor Lekve (til vinstri) og taka snertingalaust handaband í ljósi aðstæðna.
Nú þegar hefur sterkur leikmannakjarni verið myndaður og leikmannakynningar farið fram á samfélagsmiðlum liðsins. Meðal leikmanna má nefna þá Daníel Inga Guðmundsson, Jónas Braga Hafsteinsson og Andra Hjartar Grétarsson. Það eru þó alltaf pláss fyrir góða leikmenn og ef þú telur þig hafa það sem þarf endilega hafðu samband við Arnór og Viktor. Sjáumst í grillinu!
—
Með kveðju,
Vængir Júpíters
#LifiVængir
Facebook | Instagram | Twitter