Síðustu jazztónleikar í tónleikaseríunni Jazz í hádeginu á þessu misseri verða helgaðir bandaríska tónskáldinu Cole Albert Porter (1891-1964) en hann var einkum þekktur fyrir söngleiki sem settir voru upp á Broadway á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir söngleiknum Kiss me Kate og lögum á borð við I‘ve Got You Under My Skin og Night and Day sem jazztónlistarmenn fyrr og síðar hafa verið óþreytandi að flytja í ótal mismunandi útgáfum.
Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og hefur að þessu sinni fengið til liðs við sig Andrés Þór gítarleikara og Scott McLemore slagverksleikara sem munu gera verkum Porters góð skil.
Leifur og félagar verða í Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 26. nóvember kl. 13.15 – 14.00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.