Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið.
Í Grafarvogi verður margt til skemmtunar en dagskráin verður með eftirtöldum hætti:
Kl. 11:00 Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla. Skátafélagið Hamar og Skólahljómsveit Grafarvogs leiða gönguna
Kl. 11:30 – 14:00 Fjölbreytt dagskrá í og við Rimaskóla;
- Aron Hannes syngur
- Blaðrarar gefa blöðrudýr
- Atriði frá félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum Gufunesbæjar
- Skólahljómsveit Grafarvogs
- Kynningar á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis og fl.
- Hoppukastalar og leiktæki
- Andlitsmálun
- Veitingasala
Nánari upplýsingar á: www.gufunes.is, www.midgardur.is og www.fjolnir