FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að gera fólki kleift að búa á eigin heimili þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að. Þjónustan er fyrir borgarbúa sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar geta sótt um félagslega heimaþjónustu. Þjónustan er fyrir alla aldurshópa en þörf er metin í hverju einstöku tilviki fyrir sig af matsfulltrúum þjónustumiðstöðvarinnar.
Kvöld- og helgarþjónusta er fyrir alla þá sem, samkvæmt einstaklingsbundnu mati á þörf, þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda utan dagvinnutíma og er hún oftast í formi innlits og stuttrar viðveru.
Umsókn um félagslega heimaþjónustu
Félagsleg heimaþjónusta-Lækkun/niðurfelling gjalds
Umsókn um kvöld og helgarþjónustu
Nánar um félagslega heimaþjónustu á síðu Velferðarsviðs
Heimaþjónusta Reykjavíkur
Frá Heimaþjónustu Reykjavíkur er veitt hefðbundin heimahjúkrun og heimageðhjúkrun. Markmiðið er að gera þeim sem þjónustunnar njóta kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest.
Hlutverk heimahjúkrunar er að sinna heimahjúkrun á þjónustusvæðinu og hafa yfirsýn yfir þá heilbrigðisþjónustu og meðferð sem þjónustuþegar Heimaþjónustu Reykjavíkur njóta í heimahúsi.
Heimaþjónusta Reykjavíkur
Álfabakka 16
109 Reykjavík
sími: 411 9600
fax: 411 9699
netfang: heima@reykjavik.is