Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld með taflmennsku í fyrstu deild. Deildir 2-4 hefjast á föstudagskvöldið. Taflmennsku lýkur á laugardaginn. Teflt er í Rimaskóla í Grafarvogi.
Íslandsmót skákfélaga er mikil árshátíð skákmanna. Þar tefla allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Meðal keppenda um helgina má nefna Gunnar Gunnarsson, 84 ára. Gunnar varð Íslandsmeistari í skák árið 1966 og Jósef Omarsson, 5 ára en Jósef tefldi með liði leikskólans Laufásborgar á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir skemmstu en frammistaðan skólans vakti feyki athygli. Sennilega er það einsæmi að aldurmunur á keppendum á sama móti sé um 80 ár!
Mikil spenna er í öllum deildum. Í fyrstu deild berjast Íslandsmeistarar Hugins við Taflfélag Reykjavíkur um titilinn. Huginsmenn hafa 2½ vinnings forskot á TR. Skákdeild Fjölnis er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Í annarri deild eru Taflfélag Garðabæjar og b-sveit Skákfélag Akureyrar í forystu. C-sveit Hugins er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Hrókar alls fagnaðar eru efstir í þriðju deild. Skákfélag Selfoss og b-sveit Skákfélags Reykjanesbæjar eru í 2.-3. sæti.
Stöðunu má nálgast hér.
B-sveit Víkingaklúbbsins er efst í fjórðu deild. Skákfélag Sauðárkróks er í 2. sæti og e-sveit Taflfélags Reykjavíkur í því þriðja.
Stöðuna má finna hér.
Teflt er á fimmtudagskvöldið kl. 19:30, föstudagskvöldið kl. 20 og á laugardaginn kl. 11 og 17.
Lokahóf mótsins verður í Kringlukránni um kl. 22:00. Þangað eru allir 20 ára velkomnir.
Allir velkomnir, veitingasala í skólanum allt mótið.