Samn­ing­ar und­ir­ritaðir um gagna­ver við Korpu­torg Grafarvogi

Samn­ing­ar um upp­bygg­ingu gagna­vers á Korpu­torgi voru und­ir­ritaðir á blaðamanna­fundi á Korpu­torgi eft­ir há­degið í dag. Verk­efnið er sam­starfs­verk­efni Op­inna kerfa, Voda­fo­ne, Reikni­stofu bank­anna og Korpu­torgs.

Um að ræða allt að 5 þúsund fer­metra ný­bygg­ingu sem byggð verður í áföng­um og mun fyrsti áfangi kosta hátt í millj­arð króna. Fram­kvæmd­ir hefjast fljót­lega og gera áætlan­ir ráð fyr­ir því að fyrsti áfangi verði til­bú­inn snemma árs 2019, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þor­steinn Guðlaug­ur Gunn­ar­son, for­stjóri Op­inna kerfa sagði staðsetn­ing­una á Korpu­torgi vera frá­bæra með til­liti til orku­af­hend­ing­ar og þá væri svæðið „í hjarta ljós­leiðara­nets Íslands.“ Gagna­verið yrði 5000 fm að stærð og mögu­lega stærra síðar.

Þór­dís Kol­brún Rey­kjörð Gylfa­dótt­ir, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, ávarpaði fund­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráðherra orku­mála, sagði mik­il tæki­færi fel­ast í upp­bygg­ingu gagna­ver á Íslandi. Sí­fellt fleiri horfi til þess hvaðan ork­an komi út frá um­hverf­is­sjón­ar­miðum. Ef sú þróun haldi áfram verði Ísland í eft­ir­sókn­ar­verðri stöðu.

Stefán Sig­urðsson, for­stjóri Voda­fo­ne, sagði að þetta gagna­ver yrði einskon­ar „fjög­urra stjörnu hót­el“ í heimi gagna­vera, á meðan að mörg önn­ur sem hefðu risið hér­lend­is væru ef til vill bara einn­ar stjörnu hót­el og vísaði þar til gagna­vera sem nýtt eru til þess að grafa eft­ir raf­mynt­inni bitco­in.

Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Dag­ur B. Eggerts­son, sagði gagna­verið henta vel fyr­ir það skipu­lag sem væri fyr­ir­hugað á svæðinu til framtíðar.

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.