Fjölnir og Víkingur mætast í fjórðu viðureign liðanna um sæti í Olís-deildinni í handknattleik í íþróttahúsinu í Dalhúsum klukkan 19.30 í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er, 2-1, fyrir Víkingi. Það lið sem fyrr verður til að að vinna þrjá leiki tryggir sér sætið í í efstu deild á næsta tímabili.
Nú er að duga eða drepast í úrslitaeinvíginu en Fjölnir vann síðasta leik í Víkinni um síðustu helgi. Sigur í kvöld hjá Fjölni tryggir liðinu oddaleik sem yrði þá háður á fimmtudagskvöldið. Liðið hefur til þessa fengið ómetanlegan stuðning í þessu einvígi og má fastlega búast við því að uppselt verði á leikinn í kvöld.
Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 19:30 og er fólki bent á að mæta tímanlega. Það kostar 1500 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir 16 ára og yngri.