Framundan eru árlegar hverfakosningar í Reykjavík, Betri hverfi 2015, en þær hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 17. febrúar og standa yfir til 24. febrúar. Kosið er á milli verkefna í hverfum borgarinnar á slóðinni https://kjosa.betrireykjavik.is
Á undanförnum árum hafa fjölmargar góðar hugmyndir íbúa orðið að veruleika í Grafarvogi en framkvæmt hefur verið fyrir 125 milljónir króna í hverfinu, samkvæmt niðurstöðum kosninga frá 2012-2014. Flestar hugmyndanna gagnast börnum og unglingum í hverfinu enda snúast verkefnin um það að bæta umhverfið – leiksvæði, útivistaraðstöðu, gönguleiðir, umferðaröryggi, gróðursetningu og fleira sem gerir hverfið miklu betra.
Ég hvet þig til að kynna þér hugmyndirnar sem kosið verður um í hverfinu þínu og dreifa þeim sem víðast til þinna tengiliða í hverfinu og foreldra sem eiga börn í skólanum. Hægt er að sjá hugmyndirnar fyrir Grafarvog hér: http://reykjavik.is/betri-hverfi-grafarvogur
Það er mikilvægt fyrir íbúalýðræðið að sem flestir taki þátt í kosningunum sem nú eru haldnar rafrænt í fjórða sinn. Notast er við Íslykil eða rafræn skilríki til auðkenningar í kosningunum.
Ég vil einnig vekja athygli þína á því að aldurstakmark í kosningunum er 16 ár. Kosningarnar eru góð æfing fyrir ungt fólk að læra að nýta kosningaréttinn sinn.
Með bestu kveðjum
Bjarni Brynjólfsson
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar
Tínum upp rusl á víðavangi – það er gott fyrir bakið að beygja sig.
Betri hverfi – Grafarvogur
Alls verðmerkt: kr. 117.000.000
Fjárheimild hverfis: kr. 40.842.366
- Lagfæra og bæta valin opin leiksvæði í Hamrahverfi.
Lagfæra opin leiksvæði í Hamrahverfi í samræmi við leiksvæðastefnu. Svæðin verða valin af umhverfis- og skipulagssviði með tilliti til ástands leiksvæða.
Verð kr. 10.000.000 - Rathlaupabraut á Gufunesi.
Gera rathlaupabraut á Gufunesi.
Verð kr. 1.500.000 - Endurbæta leiksvæðið á milli Flétturima og Berjarima.
Endurbæta leiksvæðið á milli Flétturima og Berjarima.
Verð kr. 15.000.000 - Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsakóla.
Setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsaskóla sem telur upp helstu kennileiti Reykjavíkur og umhverfi hennar. Ef hugmyndin verður kosin verður lagður þjappaður malarstígur upp að skiltinu til þess að auðvelda aðgengi upp á hæðina.
Verð kr. 1.500.000 - Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga.
Leggja slóða og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga. Ekki er hægt að setja skiltið á klappirnar eins og talað er í hugmynd þar sem klappirnar eru friðuð fastmerki.
Verð kr. 2.000.000 - Malbika fyrsta áfanga strandstígs, án lýsingar, undir Gufuneshöfða, frá Hamrahverfi
Stígurinn er 1,3 km í heild sinni og er hér boðið upp á að malbika fyrsta hluta þeirrar leiðar, u.þ.b. frá Hamrahverfi.
Verð kr. 10.000.000 - Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
Verð kr. 1.000.000 - Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins á milli Vættaskóla og Gullengis.
Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins meðfram lóðamörkum í samræmi við skipulag.
Verð kr. 4.000.000 - Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg.
Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg.
Verð kr. 3.000.000 - Gera áningarstað fyrir botni Grafarvogs með bekkjarborðum og upplýsingaskilti.
Bæta skógarsvæðið fyrir botni Grafarvogs með því að snyrta umhverfið, setja upp spjöld með upplýsingum auk þess að setja upp borð og bekki.
Verð kr. 3.000.000 - Endurbæta leiksvæði við Vesturhús.
Endurbæta leiksvæði við Vesturhús í anda leiksvæðastefnu svæðisins.
Verð kr. 15.000.000 - Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu.
Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu.
Verð kr. 3.000.000 - Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7.
Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7.
Verð kr. 1.000.000 - Koma upp hundagerði á Gufunessvæðinu.
Koma upp hundagerði á Gufunessvæðinu.
Verð kr. 10.000.000 - Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu.
Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu.
Verð kr. 1.000.000 - Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla.
Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla. Í upphaflegri hugmynd er talað um að malbika stíginn, en þar sem hann er friðaður er það ekki mögulegt. Hægt er að bjóða upp á að þjappa og bæta aðgengi hjóla og vagna um stíginn.
Verð kr. 5.000.000 - Endurbæta opið leiksvæði við Frostafold 18-38.
Endurbæta opið leiksvæði við Frostafold 18-38.
Verð kr. 15.000.000 - Gera hjólabraut við útivistarsvæðið í Gufunesbæ.
Gera hjólabraut við útivistarsvæðið í Gufunesbæ.
Verð kr. 15.000.000 - Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar fyrir íþróttafólk og aðra.
Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar.
Verð kr. 1.000.000