jóla, jóla …Opinn vinnustofa í Gufunesi í „Gullhöllin“ hús nr. 8 hjá Íslenska Gámafélaginu.
Listamennirnir Sigrún Lára Shanko og Þóra Björk Schram opna vinnustofu sína ásamt hönnuðinum Ólafi Þór Erlensdssyni, grænmetiskokkinum Hönnu Hlíf Bjarnadóttur, rithöfundunum Ingibjörgu Kr. Ferdinandsdóttur, Þorgrími Kára Snævarr og Gunnari Helgasyni leikara.
Dagskrá:
Sigrún Lára mun sýna textíl myndverk og hönnun sína ásamt öðrum myndverkum og kortum.
Þóra Björk verður með tilboð á púðum og kynnir einnig teppi, málverk og kort unnin út frá málverkum hennar.
Þóra Björk og Ólafur Þór sýna og kynna samvinnuverkefni sitt „Spot“ og „Spor“ húsgögnin sem þau unnu fyrir HönnunarMars 2016.
Ólafur Þór verður einnig með hönnunina „Hár úr Hala“ til kynnis og sölu.
Upplestur verður úr bókinni „Rödd hafsins“ milli kl 15.00-17.00, en Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir höfundur bókarinnar les sjálf upp úr verkinu.
Kl. 16.00-18.00 mun Þorgrímur Kári Snævarr kynna og lesa úr skáldsögu sinni “ Skögla“ en fjallar hún um dverg í jötunheimum.
Gunnar Helgason leikari og barnabókarithöfundur les með leikrænum tilburðum úr nýjustu bókinni sinni kl 17.00-19.00
„Pabbi prófessor“ og áritar plaggöt.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir grænmetiskokkur mun kynna bókina sína „Eldhús grænkerans“ og gefur fólki að smakka kl. 18.00-19.00.
Boðið verður upp á mjög jólalegar veitingar og nokkrir heppnir gestir geta dottið í lukkupottinn og fengið jólapakka með sér heim.
Allir eru velkomnir.