Ópal Sjávarfang

Beint í ofninn (4)Ópal Sjávarfang setur á markað sjávarafurðir sem bragðast eins og margir kannast við frá fyrri tímum. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Sérstaða okkar og styrkur liggur fyrst og fremst í verkþekkingu sem starfsfólk okkar hefur tileinkað sér. Áratugareynsla og þekking á handflökun, þurrsöltun, hangireykingu og handsneiðingu gerir það að verkum að gott hráefni verður að framúrskarandi vöru. Framleiðsluaðferðir okkar eru byggðar á verkhefð sem snýst um að meðhöndla hráefnið af virðingu og alúð og ná þannig fram bestu eiginleikum þess.

 

 

 

 

Beint í ofninn (3) Beint í ofninn (2) Beint í ofninn (1)

 

 

 

 

 

 

 

Opal Sjávarfang ehf
Grandatröð 8,
220 Hafnafjörður, Ísland
Tel: (00) 354 517 6630
Fax: (00) 354 517 6639