Hér er netútgáfa af blaði Knattsprynudeildar sem var að koma út. Einfaldlega smella á tengilinn hér að neðan
Skoða blaðið hérna…..
Ágætu Fjölnismenn
Sumarið er tíminn. Nú styttist í að knattspyrnuvertíðin hefjist. Glæsilegir fulltrúar Fjölnis, stelpur og strákar, reimi á sig skóna, og við sem stöndum fyrir utan völlinn öskrum okkur hás við að styðja okkar lið. Við eigum fjölmennustu knattspyrnudeildina í Reykjavík og eigum að vera stolt af okkar fulltrúum.
Grafarvogsbúar eiga að sameinast um að styðja liðið okkar, hver sem bakgrunnurinn er. Flest okkar sem í hverfinu búa eigum okkar fortíð með öðrum liðum, en þó fer gegnheilum Fjölnismönnum jölgandi enda styttist í að félagið komist á fertugsaldurinn. Öflugt íþróttastarf og góður árangur félagsins okkar, gerir Grafarvog að enn meira spennandi hverfi og áhugaverðari stað til að búa á.
Segir Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar meðal annars í blaðinu.