Lokasýning Listnámsbrautar Borgarholtsskóla
Menningarhús Spöngin, þriðjudagur 10. maí kl. 17
Opnun lokasýningar nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla. Nemendurnir níu sem eiga verk á sýningunni hafa allir sérhæft sig í grafískri hönnun. Verk þeirra eru afar fjölbreytt, en á sýningunni eru ljósmyndaverk, skjáverk, bækur og prentverk. Ferilmöppur nemendanna verða einnig til sýnis.
Borgarholtsskóli er nágranni Borgarbókasafnsins í Spönginni, en þetta er í annað sinn sem nemendur af listnámsbraut halda lokasýningu sína í safninu. Á listnámsbraut skólans er boðið upp á fjölbreytt nám til að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á sviði skapandi miðlunar.
Þessi sýna verk sín:
Alex Harri Jónsson
Brynja Björk Guðmundsdóttir
Eva Dögg Halldórsdóttir
Eva Riley
Jón Konráðsson
Kristján Jónasson
María Sigríður Ágústsdóttir
Nana Finns
Þorbjörn Jóhann Þorbjörnsson
Sýningunni lýkur 31. maí 2016.
Allir velkomnir á sýningaropnun.
Sýningin stendur til 31. maí.
Umsjón:
Sigríður Steinunn Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is, s. 411 6237.