Listamenn á Korpúlfsstöðum bjóða gesti velkomna á vinnustofur sínar.
Einsktakt tækifæri til að skoða fjölbreytta myndlist og hönnun í einu allra sögufrægasta húsi hverfisins.
Fjölmargar vinnustofur myndlistarmanna eru staðsettar á 1. hæð hússins og á
tveimur hæðum ráðsmannsíbúðarinnar. Textílmarkaður á textílverkstæði á 2. hæð og leirlist í kjallaranum.
Úrvals tónlistarfólk skemmtir gestum allt kvöldið. Íris Björk Gunnarsdóttir syngur fyrir
fyrstu gestina í Galleríi Korpúlfsstaða kl. 17:00. Síðan skemmtir kvennakórinn Stöllurnar okkur á hlöðuloftinu kl.18:00. Seinna um kvöldið skemmtir Þórunn Lárusdóttir, Margrét Eir og unga söngparið Alex Ford og Hektor Ingólfur.
Gallerí Korpúlfsstaðir hlaut í vor Máttarstólpann, menningarverðlaun Grafarvogs. Það er rekið af 12 listamönnum og má þar finna einstakt úrval listmuna.
Á hlöðuloftinu er sýning Þórgerðar Einurðar „Straumar“ og samsýning KorpArt á Kaffistofunni. Þar verður hægt að fá veitingar og hlusta á ljúfa tónlist.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest næstkomandi fimmtudagskvöld,
Verið velkomin,
-KorpArt-