Vorhreinsun fer fram í öllum hverfum þegar svæði koma skítug undan snjó. Húsagötur, stofnbrautir, tengi- og safngötur og gönguleiðir eru sópaðar. Dreifibréf eru send til íbúa og merkingar settar upp áður en húsagötur eru sópaðar og þvegnar.
Íbúar eru beðnir um að færa bíla sína af almennum svæðum í götunni til að auðvelda þrifin. Einungis er þrifið á borgarlandi en ekki er farið inn fyrir lóðamörk.
Á morgun eins og glöggt kemur fram á myndinni (skiltinu) verður Langirimi og götur þar í kring hreinsaðar á morgun, föstudaginn 5. maí., á milli klukkan 8-18.