Í tilefni af 100 ára afmæli bandaríska tónskáldsins Leonard Bernstein (1918-1990) verða haldnir veglegir tónleikar í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. mars n.k. kl. 17.00
Fram koma:
George Mason University Singers ásamt 10 meðlimum úr National Philharmonic kórnum í Washington og Kór Grafarvogskirkju.
Undirleik annast hljóðfæraleikar frá George Mason University og Kammersveit Grafarvogskirkju
Flutt verður verkið Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein en einnig munu kórarnir flytja ameríska og íslenska þjóðlagatónlist og kirkjuleg verk.
Stjórnendur eru Dr. Stan Engebretson og Hákon Leifsson
Þetta verða glæsilegir tónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Miðaverði er stillt í hóf og er aðeins 1000 kr.