Kjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 25. júní næstkomandi eru alls fimmtán talsins. Hér er að finna allar helstu upplýsingar til borgarbúa um framkvæmd kosinganna.
Kjörstaðir í Reykjavík við forsetakosningar 25. júní næstkomandi eru eftirfarandi:
Ráðhús Reykjavíkur
Menntaskólinn við Sund
Laugalækjarskóli
Vættaskóli Borgir
Ingunnarskóli
Klébergsskóli
Hagaskóli
Hlíðaskóli
Breiðagerðisskóli
Íþróttamiðstöðin við Austurberg
Árbæjarskóli
Ingunnarskóli
Á kjördag er upplýsingavakt í Ráðhúsi Reykjavíkur í s. 411 4915, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru fúslega veittar upplýsingar um hvar fólk á að kjósa og hvað annað sem kjósendur vilja spyrja um.
Aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt á öllum kjörstöðum. Ekki gleyma að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður hefur aðsetur í Ráðhúsinu á kjördag. Hún er í s. 411 4910. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður hefur aðsetur í Hagaskóla á kjördag. Hún er í s. 411 4920.
Á www.reykjavik.is/kosningar má einnig fylgjast með þróun kjörsóknar yfir daginn og nálgast ýmsar hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar sem tengjast kosningum.
Talning atkvæða fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og í íþróttahúsi Hagaskóla fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Talning hefst kl. 22.00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir.
Allar nánari upplýsingar eru veittar með því að senda fyrirspurn á netfangið kosningar@reykjavik.is.
Skrifstofa borgarstjórnar
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður