Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, náði frábærum árangri á þýska meistaramótinu í sundi í dag þegar hann setti nýtt heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14. Jón Margeir synti vegalengdina á 8:48,24 mínútum og bætti hann verulega gamla metið sitt sem var 8:53,13 mínútur.
Jón Margeir setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi, synti á tímanum 1:10,17 mínútum.