Ingvar Hjartarson var valinn afreksmaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis 2015. Ingvar Hjartarson er 21 árs en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn af bestu langhlaupurum landsins undanfarin ár. Hann hefur æft hlaup frá 15 ára aldri en áður var hann í fótbolta og körfubolta. Ingvar varð Íslandsmeistari í bæði 5 og 10 km götuhlaupum árið 2015.
Hann sigraði Víðavangshlaup ÍR í apríl á tímanum 15:36 en það hlaup var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi. Einnig sigraði hann í Stjörnuhlaupinu á tímanum 32:39 sem var Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi.
Ingvar hefur sett Íslandsmet í 5000m hlaupi innanhúss í aldursflokkunum 18-19 ára og í 20-22 ára og Íslandsmet í 3000m hlaupi innanhúss í aldursflokknum 18-19 ára.
Ingvar sigraði í nokkrum öðrum götuhlaupum á árinu og sigraði hálfmaraþonið í Vormaraþoni Félags maraþonhlaupara. Ingvar hefur einnig keppt í hjólreiðum, tvíþraut og þríþraut með góðum árangri.
Þann 30. desember var valinn íþróttamaður Fjölnis 2015 og afreksmenn allra deilda heiðraðir. Kristján Örn Kristjánsson handboltamaður var valinn íþróttamaður Fjölnis 2015.