Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%. Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%.
Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa. Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.
Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og eru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 76 verkefni til framkvæmda á næsta ári. Í fyrra var sama upphæð til ráðstöfunar en þá voru 112 verkefni kosin og skýrist munurinn á því að nú urðu stærri verkefni fyrir valinu. Dæmi um veglegustu verkefnin í ár eru vaðlaug við Grafarvogslaug; göngustígur við Rauðavatn; leiktæki og tartan í Breiðholtslaug; endurbætur á leikvelli í Laugardalnum og tenging Hagatorgs við nærumhverfið. Í Grafarvogi fer framkvæmdaféð í þrjú verkefni en í Árbæ og Laugardal fara 12 verkefni á verkefnalista í hvoru hverfi.
Á listanum hér fyrir neðan má sjá valin verkefni. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar má sjá lista með upplýsingum um fjölda atkvæða að baki hverju verkefni og áætlaða upphæð framkvæmdar. > http://reykjavik.is/frettir/ibuar-kusu-um-framkvaemdir-i-hverfum
Grafarvogur – valin verkefni:
-
Frágangur við grenndargáma við Spöngina
-
Vaðlaug við Grafarvogslaug
-
Lýsing á göngustíg meðfram Strandvegi