Úrslitaeinvígi Fjölnis og Víkings um sæti í Olís-deildinni í handknattleik lýkur í kvöld þegar liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Víkinni. Staðan í rimmunni er, 2-2, þannig að í leiknum í kvöld sem hefst klukkan 19.30 verður barist til síðasta blóðdropa.
Leikirnir flestir í einvíginu til þessa hafa verið mjög jafnir og úrslit ekki ráðist fyrr en á lokasekúndunni.
Allir leikmenn Fjölnis eru heilir og tilbúnir í þennan leik og er mikill samheldni í hópnum. Stuðningsmenn Fjölnis hafa leikið stórt hlutverk í einvíginu, hvatt liðið óspart áfram og verið því liðinu mikill stuðningur og hvatning. Stuðningsmenn liggja ekki á liði sínu í kvöld og fjölmenna sem aldrei fyrr.