Samgönguvika hófst í morgun með hjólaferð og tóku sveitarstjórar á höfuðborgarsvæðinu þátt í henni. Hjólað var úr Reykjavík upp í Mosfellsbæ þar sem ráðstefnan Hjólum til framtíðar er haldin.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Boðið er upp á ýmsa viðburði til að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur,hjóla eða ganga.
Hjólum er hampað í dagskránni. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar er í dag, fyrsta laugardagshjólaferð vetrarins er á morgun, formleg opnun hjólastígs á mánudag og á þriðjudag er kynningarfundur um hjólreiðar. Sjá nánar í dagskrá Samgönguviku.