Haust Vox – Tónleikar í Grafarvogskirkju 28. október kl. 16:00

Sökum gríðarlegra góðra undirtekta á vortónleikunum Vox Populi hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn.
Þetta verða engir venjulegir kórtónleikar. Voxarar stíga á stokk í öllu sínu veldi sem sólóistar, dúettar og tríó. Pálmi Sigurhjartarson píanóleikar spilar undir á píanó. Á trommum er Helge danski og Gunni Hrafns leikur á kontrabassa. Stjórnandi tónleikanna er Hilmar Örn Agnarsson.
Andrúmsloftið verður afslappandi og er tilvalið að koma og njóta fyrir kosningavöku kvöldsins.
Miðaverð er 2500kr – greitt við innanginn.
Verið öll hjartanlega velkomin og takið endilega gesti með ykkur!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.