• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Grafarvogurinn hefur að geyma gríðarlegt fuglalíf

26 apr 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Fuglalíf 1Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiddu í gærmorgun frábæra ferð í Grafarvog þar sem farfuglarnir safnast saman.

Um tvö hundruð manns, fólk á öllum aldri, tóku þátt í fuglaskoðunarferðinni sem var afar fróðleg í alla staði. Ljóst er að Grafarvogurinn hefur að geyma gríðarlegt fuglalíf, kannski meira en margan grunar.

Það var sannarlega gaman í fuglaskoðunarferð Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands í gærmorgun. Vísindamenn Háskóla Íslands buðu upp á fræðslu um líf þeirra fugla sem bar fyrir augu en þátttakendur voru hvattir til að taka með sér sjónauka og fuglabækur til að fletta í. Sérfræðingarnir mættu svo með svakalega sjónauka sjálfir sem allir fengu að kíkja í gegnum. Einnig var hægt að fletta duglega upp í vísindamönnunum. Hvergi komið að tómum kofanum þar.

,,Fuglar geta flogið vegna þess að þeir eru léttir og hafa fjaðrir og langa framlimi sem mynda vængi. Það að geta flogið hefur gríðarlega kosti eins og til dæmis að geta yfirstigið landfræðilegar hindranir og numið afskekkt búsvæði. Fórnarkostnaðurinn við flugið er hinsvegar sá að fuglarnir hafa ekki efni á þungum meltingarfærum til að fullnýta fæðu sína og þeir geta ekki notað framlimina eða vængina við dagleg störf eins og flest spendýr. Þá er beinabygging fugla veikbyggðari en hjá spendýrum vegna þess að þeir hafa hol bein til léttingar fyrir flugið,“ segir Gunnar Thor Hallgrímsson, dósent við Háskóla Íslands.

„Fuglar eru ofarlega í fæðukeðjum og fuglarannsóknir gefa ódýrar vísbendingar um atburði á neðri fæðuþrepum. Fuglar flytja orku og áburð milli svæða, frjóvga plöntur, næra menn og fleiri verur. Fuglar bera líka sjúkdóma og geta valdið tjóni. Margt fleira mætti nefna af hagnýtum atriðum. Rannsóknir hafa líka miklu víðtækara og almennara gildi en það sem afmarkast af hagnýtum atriðum sem okkur tekst að tína til með nútímaþekkingu. Fuglarannsóknir eru líka skemmtilegar,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson sem hefur rannsakað fugla árum saman.

Margir af þeim farfuglum sem halda nú til í Grafarvogi eru langt að komnir. Ótrúleg ratvísi farfugla hefur enda lengi verið rannsóknarefni vísindamanna. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent, segir að sumir fuglar haldi sig þó nærri varpstöðvunum árið um kring. „Þeir eru heimakærir,“ segir hann.

„Til að rata stuttar vegalengdir á milli staða nota fuglarnir minni, alveg eins og mannfólkið sem þekkir hvar húsið sitt er staðsett í ákveðnu hverfi í tilteknum bæjarhluta.“

Myndirnar sem hér fylgja frá fuglaskoðunarferðinni tók Jón Örn Guðbjartsson.

Fuglalíf 5Fuglalíf 6Fuglalíf 7Fuglalíf 8

Fuglalíf 4

Fuglalíf 3

 

 

Fuglalíf 1

Fuglalíf 2

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
Um höfundinn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

maí 2025
M Þ M F F L S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« apr    

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is