Dagur (ó)Orðsins verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 10:00 – 13:00. Dagskráin verður tileinkuð verkum Megasar. Á milli kl. 10:00 – 11:00 mun sr. Arnaldur Máni Finnsson flytja erindi um Megas og einnig verða valin tónlistaratriði flutt. Magga Stína söngkona og Hákon Leifsson organisti flytja tónlistina eftir Megas.
Guðsþjónusta hefst kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og sr. Arnaldur Máni Finnsson prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Möggu Stínu söngkonu. Organisti og kórstjóri er Hákon Leifsson.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.
Á sama tíma verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hákon Leifsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!