Kristinn Þórarinsson úr Sunddeild Fjölnis hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru Kína. Kristinn synti síðustu greinina sína 200 metra baksund í sl. laugardag á tímanum 2:07.53 mínútum sem er rétt við hans besta tíma í greininni.
Kristinn hóf keppni á leikunum í 100 metra baksundi og synti hann á 57,98 sekúndum sem er rétt við hans besta tíma í greininni og endaði í 25 sæti. Næst var komið að 20 0metra fjórsundi þar byrjaði Kristinn frábærlega vel og leiddi sundið eftir baksundið og endaði svo rétt við sinn besta tíma 2:06.90 og endaði í 15.sæti. Kristinn synti svo 50 metra baksund á 27.05 sem er aðeins 0,3 sek frá því að komast áfarm í undanúrslit og nokkrum brotum frá hans besta tíma enn gríðarlega jöfn keppni var í þessu sundi.
Árangur þessa unga og efnilega sundmanns er sannarlega glæsilegur og verður spennandi að fylgjast með Kristni í framtíðinni. Núna tekur við hjá honum síðbúið sumarfrí eftir rúmlega tólf mánaða tímabil af stífum æfingum. Nú hefjast æfingar hjá honum fljótt á ný enda ærin verkefni fram undan.