Á laugardaginn kemur, 17.desember, ætla meistaraflokkar boltagreina Fjölnis að sameinast og spila handbolta,fótbolta og körfubolta í fjórum blönduðum liðum í íþróttahúsinu í Dalhúsum.
Gleðin byrjar kl 16:00 og stendur yfir til 18:00 ( nánari dagskrá að neðan). Hvert lið hefur fyrirliða og hafa náðst samningar við Aron Sigurðarson leikmann Tromsö og Guðlaug Victor Pálsson leikmann Esbjerg að taka það hlutverk að sér. Samningar standa yfir við handboltamann og körfuboltamann.
Dagskrá:
16:00 Liðin kynnt út á völl ( Kynnir Ingvar Örn Ákason)
16:10 Leikir í körfubolta
16:30 Þriggja stiga keppni
16:45 Leikir í handbolta
17:10 Hálfleikur Svavar Elliði
– Happadrætti
– Áttan
– Donni og Malín
– Kristmundur Axel
– Miðjuskot handbolti
17:50 Leikir í fótbolta
18:10 Dagskrá lokið
Dómarar verða:
Gunnar Jarl Jónsson
Gunnar Óli Gústafsson
Hægt að kaupa sig inn í lið og spila með einn leik á 5.000 k
Happadrættismiðinn kostar 500 kr. og eru vinningarnir eftirfarandi:
Árituð treyja af leikmönnum sem taka þátt
Fontana heilsulind á Laugarvatn, spa fyrir tvo X3
Hummel taska *2
HSÍ landsliðstreyja
Pizza og gos af matseðli frá Shake&pizza *4
Pizzuveisla fyrir tvo á Gullöldinni *5
Bíómiðar fyrir tvo *5
Uppboð á eftirfarandi treyjum stendur yfir til 13.desember kl 12:00.
1) Bandaríska landsliðstreyja Arons Jóhannssonar,
2) Esbjerg treyja Guðlaugs Victors Pálssonar,
3) Íslenska landsliðstreyja Ægis Þórs Steinarssonar,
4) Ausburg treyja Alfreðs Finnbogasonar.
5) Fjölnistreyja Harðar Axels Vilhjálmssonar.
6) Treyja Gunnars Steins Jónssonar
Lágmarksboð í hverja treyju er 10.000 kr. Sendið tilboð í treyjur og upplýsingar um þann sem býður á unnar@fjolnir.is.
Um leikinn:
Boban Ristic hefur unnið undanfarin árin í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Hann setti strax svip sinn á hlutina og hefur unnið frábært starf. Það líkar öllum vel við meistara Boban.
Núna er faðir hans í Serbíu langt leiddur af krabbameini og á lítið eftir. Boban er að sjálfsögðu farinn út að njóta hugsanlegra síðustu vikna með föður sínum. Þetta er ekki gefins að ferðast svona á milli og eins og hann gerir.
Núna þarf Fjölnisfjölskyldan að sameinast – eigum góðan dag saman í Dalhúsum með skemmtilegri dagskrá og hjálpum okkar manni á sama tíma, hann á það skilið.