Nú eru aðeins fjórir leikir eftir af Íslandsmótinu (Pepsideildinni) í sumar og sitjum við Fjölnismenn í 11 sæti deildarinnar. Næsti leikur er gegn Fram á mánudaginn á Laugardalsvelli kl. 19:15.
Andstæðingar okkar Framarar eru í sætinu fyrir ofan okkur (10 sæti) og með sigri náum við Fjölnismenn að komast upp úr fallsætinu svo við þurfum á öllum okkar Fjölnismönnum að halda til að hvetja strákana áfram í markmiði sínu að vera í deild þeirra bestu að ári.
Það má alveg búast við ágætis mætingu á völlinn þar sem þetta verður eini leikurinn á mánudeginum, en allir hinir leikirnir í umferðinni fara fram deginum áður (sunnudeginum).
Af leikmannahópnum er allt gott að frétta eftir ansi gott landsleikjafrí, allir leikmenn eru heilir og koma Bergsveinn fyrirliði og „Herra Fjölnir“ Gunnar Már aftur inn í hópinn eftir að hafa tekið út leikbann gegn FH vegna fjögurra gulra spjalda.
Strákarnir spiluðu æfingarleik við Val á mánudaginn s.l. á neðsta svæðinu í Dalhúsum og vannst ágætis sigur 2-1 með mörkum frá Gunnari Má og Mark Magee.
Koma svo Fjölnismenn, sjáumst á mánudaginn í fljóðljósunum á Laugardalsvelli.
ÁFRAM FJÖLNIR
Leikir Fjölnis sem eftir eru.
Fram – Fjölnir 15. september kl. 19:15 Laugardalsvöllur
Fjölnir – Stjarnan 21. september kl. 16.00 Fjölnisvöllur
Fylkir – Fjölnir 28. september kl. 14.00 Fylkisvöllur
Fjölnir – ÍBV 04. október kl. 14.00 Fjölnisvöllur
Hér má sjá stöðuna í deildinni