Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi fór fram 14. maí í Stjörnuhlaupinu í Garðabæ. Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson varð Íslandsmeistari í karlaflokki á tímanum 32:39.
Keppnin var nokkuð spennandi í karlaflokknum þar sem Ingvar Hjartarson og Arnar Pétursson ÍR leiddu hlaupið lengi framan af. Fór svo að Ingvar náði góðri forystu á síðasta kílómetranum og kom um hálfri mínútu á undan í mark. Hugi Harðarson í Fjölni hljóp á tímanum 37:46 og varð í 4. sæti.
Íslandsmeistarar í sveitakeppni karla varð sveitin Adidas Boost en í henni voru Fjölnismennirnir Ingvar og Hugi. Íslandsmeistaramót í 5000 metra hlaupi á braut í kvennaflokki fór fram 16. maí á Selfossi. Þar lenti Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni í öðru sæti á tímanum 19:27,26.