Fjölnir tapaði fyrir Stjörnunni, 2-1, þegar að liðin áttust við í Pepsídeildinni í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. Fjölnir átti möguleika að komast í efsta sætið með sigri en það tókst ekki og er liðið áfram í öðru sætinu. FH trónir áfram í efsta sætinu með 21 stig og Fjölnir er í öðru sæti með 19 stig þegar að tíu umferðum er lokið í deildinni.
Halldór Orri Björnsson kom Garðbæingum yfir snemma í fyrri hálfleik.Martin Lund Pedersen jafnaði fyrir Fjölni á 61. Mínútu og eftir markið sótti Grafarvogsliðið nokkuð en hafði ekki erindi sem erfiði. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir á ný á 72. mínútu og reyndist það vera sigurmarkið í leiknum.