Pepsídeildarlið Fjölnis í knattspyrnu heldur sínu striki í deildinni þegar það gerði góða ferð í Breiðholtið í dag í 19. umferð mótsins. Fjölnir lagði Leikni að velli, 2-3.
Það var Guðmundur Karl Guðmundsson sem kom Fjölni yfir á 16. mínútu. Leiknismenn sem eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni voru ekki af baki dottnir og voru búnir að ná yfirhöndinni, 2-1, á næstu tíu mínútum.
Guðmundur Karl var aftur á ferðinni á 84.mínútu þegar hann jafnaði metin, 2-2. Það stefndi allt í jafntefli en Kennie Knak Chopart var á öðru máli þegar hann innsigaði sigur Grafarvogsliðsins með einstöku einstaklingsframtaki í viðbótartíma.
Þegar þrjár umferðir er ólokið í deildinni eru Fjölnismenn í fimmta sætinu með 30 stig.Næsti leikur liðsins verður gegn Víkingum 20. september í Grafarvogi.
Önnur úrslit í kvöld urðu þessi:
FH-ÍBV 3-1
ÍA-FH 0-0
Valur-Keflavík 3-2
Víkingur-Breiðablik 2-2