Fjölnismenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni í Pepsí-deild karla í knattspyrnu en í kvöld vann Fjölnir stórsigur á Þrótti á útivelli, 0-5. Birnir Snær Ingason skoraði tvívegis í fyrri hálfleik með mínútu millibili og kom Grafarvogsliðinu inn í hálfleikinn með þægilega stöðu.
Fjölnir voru langt frá því búið að segja sitt síðasta orð því enn áttu þrjú mörk eftir að líta dagsins ljós. Martin Lund Pedersen kom Fjölni í 0-3 á 62. mínútu. Áður en yfir lok bætti Þórir Guðjónsson við tveimur mörkum og stórsigur í höfn.
Fjölnismenn eru á blússandi siglingu í deildinni og eru til alls vísir. Fjölnir er í öðru sætinu með 19 stig, einu stigi á eftir FH sem sigraði Fylki, 1-0, í Hafnarfirði.