• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Fjaran iðandi af lífi

01 feb 2014
Kristjan Sigurdsson
0

FjaranFjörudagurinn, samstarfsverkefni Náttúruskóla Reykjavíkur og fræðsluátaksins Reykjavík – iðandi af lífi fór fram miðvikudaginn 29. janúar síðastliðinn. Kelduskóli og Grandaskóli voru þátttakendur í verkefninu og var farið í fjöruferðir þar sem nemendur fengu að kynnast fjölbreytilegu umhverfi og lífríki fjörunnar og unnu margvísleg verkefni. Þema Fjörudagsins var Líffræðileg fjölbreytni í fjörum Reykjavíkur.

Tveir hópar í sjöunda bekk Kelduskóla, einn frá Kelduskóla – Korpu og hinn frá Kelduskóla – Vík, hittust á miðri leið klukkan tíu um morguninn í Gorvík milli Geldinganess og Blikastaðakrór. Á stórstreymi er þar víðáttumikil leirfjara en einnig vex töluvert af þangi undir klettum og fjölbreytileiki þörunga og dýra töluverður. Eftir hádegi var komið að fimmta bekk í Grandaskóla sem mætti í fjöruna í Skerjafirði fyrir neðan Sörlaskjól rétt eftir hádegi. Þar er breið og gróskumikil þangfjara, nokkuð stórgrýtt en vel aðgengileg og líffræðileg fjölbreytni mikil.

Starfsmenn Reykjavík – iðandi af lífi og Náttúruskólans höfðu útbúið sérstök verkefni sem nemendurnir unnu í hópum á báðum stöðum. Meðal annars var notaður lítill rammi til að skoða og meta hversu mikill fjölbreytileiki getur leynst á einungis litlum blett í fjörunni. Nemendur settu mat sitt á fjölbreytileika lífvera t.d. hvað varðar stærð, lögun, lit og áferð, á eigin forsendum. Einnig var unnið verkefni þar sem beltaskipting fjörunnar var skoðuð og mæld. Ekki vaxa sömu þangtegundir efst í fjörunni, um miðbik fjörunnar eða neðst í fjörunni og myndast þá greinileg belti sem hafa sín sérkenni.

Nemendurnir mældu breidd þessara belta og reyndu að greina þangtegundirnar sem einkenna hvert belti. Nemendur Grandaskóla unnu eitt verkefni þar sem viðfangsefnið var fjölbreytileiki innan tegundar, með því að safna klettadoppum og leggja mat á fjölbreytileika í útliti þeirra. Klettadoppur eru smávaxnir en skrautlegir sniglar sem finnast efst í fjörunni þar sem þeir sitja á steinum. Nemendurnir mældu stærð þeirra og flokkuðu þær eftir lit og mynstri. Þá var hópur nemenda sem fylgdist með fuglum er voru í og við fjöruna, greindu þá til tegunda og töldu.

Þrátt fyrir nokkuð kalt veður var aðstaða til útiveru og útináms til fyrirmyndar. Fjaran var merkilega gróskumikil miðað við hávetur og fuglalífið var sérstaklega auðugt. Nemendurnir höfðu gagn og gaman af því að vera í fjörunni og tíðrætt var hversu dýrmætt það er fyrir Reykjavík að á nokkrum stöðum í borginni sé aðgangur að hreinni og heilbrigðri fjöru. Þá kemur það alltaf skemmtilega á óvart þegar grannt er skoðað hversu fjölskrúðugt og merkilegt vistkerfi fjaran er.

 

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is