Blásið er til leiks klukkan 19:00 að íslenskum tíma
Ísland og Frakkland leik í dag á Stade de France í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. Það þarf ekki að taka fram að karlalandsliðið hefur aldrei náð víðlíka árangri en enn sem komið er hefur Ísland ekki tapað leik í lokakeppni stórmóts.
Í dag leikur Ísland við heimamenn í Frakklandi og verður leikið á troðfullum Stade de France vellinum í Saint-Etienne sem er nokkrum kílómetrum fyrir utan París. Það má búast við gríðarlegri stemningu á vellinum þar sem heimaliðið tekur á móti liðinu sem hefur komið hvað mest á óvart í keppninni.
Það verða um 10.000 Íslendingar á leiknum, milli 50-60 þúsund Frakkar og svo restin af þeim 77 þúsund áhorfendum mæta eru hlutlaus.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og er sýndur í Sjónvarpi Símans og á RÚV.