Grunnskólamóti KRR í knattspyrnu í 7. og 10. bekk lauk með hreinum úrslitaleikjum í Egilshöll sl. laugardag. Drengirnir í 7. bekk Rimaskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið glæsilega og tryggðu sér titilinn Grunnskólameistarar KRR í knattspyrnu 2014. Í undanriðli fyrr í vikunni vann Rimaskóli alla þrjá leikina samtals 13 – 0 og í undanúrslitariðli á laugardagsmorgni unnu 7. bekkingar jafnaldra sína í Ártúns-og Vættaskóla. Það var loks í hreinum úrslitaleik við Kelduskóla í Grafravogi sem Rimaskóli tryggði sér sigurinn 3-2 þar sem okkar drengir skoruðu tvö síðustu mörkin á lokamínútunum. Grunnskólameistarar Rimaskóla eru þeir Gauti, Kristall Máni, Kristófer Halldór, Mikael Gunnar, Róbert Orri og Theodór Tristan í 7-EH og Aron Fannar, Darri Már og Jóhann Ágúst í 7-GÍA. Liðstjóri þeirra er Valdimar Stefánsson íþróttakennari skólans. (HÁ)
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR