Betri hverfi 2015 er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar.
Hugmyndasöfnun er til og mðe 7 nóv og bindandi rafræn kosning snemma á næsta ári.
Hugmyndirnar verða framkvæmdar af Reykjavíkurborg næsta sumar.
Hvað var gert á þessu ári?
Alls voru 78 verkefni kosin til framkvæmda í hverfakosningum. Íbúar sendu hins vegar inn 400 hugmyndir á vefinn Betri Reykjavík. Framkvæmdum við flest þessara verkefna er lokið eða þau eru á lokasprettinum. Nokkur stærri verkefni eru enn á undirbúningsstigi, þ.á.m. er leikvöllur á Klambratúni, stígur á milli Laugardalslaugar og tjaldsvæðisins í Laugardal og ævintýragarður í Gufunesi.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/betri-reykjavik“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Grafarvogur[/su_button]